Whitworth er fertugur síðan í desember og var búinn að spila síðan árið 2006. Þetta var sextánda tímabilið hans en í fyrsta sinn sem hann vann NFL-titilinn.
Whitworth hafði áður verið verðlaunaður með Walter Payton-verðlaununum en þau fær einn leikmaður á ári fyrir að skila miklu til samfélags síns. Afar eftirsótt verðlaun.
Whitworth og eiginkona hans, Melissa, eiga fjögur börn sem voru öll á Super Bowl leiknum. Þetta eru tvíburarnir Sarah og Drew, Michael og Katherine. Eftir að mesta fögnuðinum lauk þá hélt Whitworth fund með þeim öllum út á velli.
Það náðist á upptökuvélarnar á vellinum það sem Andrew Whitworth sagði við fjölskyldu sína.
„Takk fyrir öll, ég elska ykkur öll. Hlustið nú á mig. Þetta var síðasti fótboltaleikur pabba ykkar. Það verður ekkert meira. Nú ætla ég að vera heima hjá ykkur. Ég lofa því. Ég ætla að verða betri pabbi og vera meira í kringum ykkur,“ sagði Andrew Whitworth meðal annars eins og sjá má hér fyrir neðan.