Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2022 22:53 Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og Agnieszka Ewa Ziólkowska, starfandi formaður félagsins. Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig. Fjallað var um það fyrr í mánuðinum að Agnieszku hafi borist bréf frá Viðari þar sem hún var innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu ýjaði hún að því á fundinum að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra Sigurðsson um vefsíðugerð með lögmætum hætti og að hún væri að „rannsaka“ málið. Kostnaður við samninginn er sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Viðar fullyrti síðar að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. Segir þetta hluta af kosningabaráttu Viðar furðar sig á því að Agnieszka og stjórn Eflingar hafi ekki látið þar við sitja og vilji nú láta útbúa lögfræðiúttekt. Agnieszka tók við sem starfandi formaður eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku. Listi Sólveigar endurnýjaði svo umboð sitt í stjórnarkjöri Eflingar þann 15. febrúar en hún hefur ekki enn tekið við formennsku. „Að venju þá reikna ég með að ekkert samband verði haft við mig, mér ekki tilkynnt að ég sé undir rannsókn eða gefið færi á að tjá mig eða veita svör og útskýringar. Agnieszka eða aðrir stjórnarmenn munu ekki sjálf standa fyrir máli sínu um eitt eða neitt, heldur munu þau eins og vanalega leka gögnunum í fjölmiðla og skýla sér bakvið nafnleysi,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þess verður svo auðvitað vandlega gætt að lýsa glæpum mínum með mátulega óljósu orðalagi. Best er að gera það þannig til að nógu erfitt sé að bera nokkuð til baka.“ Hann segir þetta merki um áframhaldandi kosningabaráttu Agnieszku sem hafi byrjað fyrir alvöru þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sigraði kosningarnar í febrúar. „Daginn eftir byrjaði Agnieszka á að ata mig aur á fundi trúnaðarráðs að mér fjarstöddum. Hún svaraði ekki skriflegri beiðni minni um útskýringar heldur lak málinu í fjölmiðla, þar sem hefur verið kjamsað á því með aðstoð nafnlausra heimildarmanna, ýmsar fréttir birtar um mig og varaforseti Alþýðusambandsins ræstur út til að lýsa áhyggjum sínum af því að ég stundi fjárdrátt og önnur lögbrot,“ skrifar Viðar. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í mánuðinum að Agnieszku hafi borist bréf frá Viðari þar sem hún var innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu ýjaði hún að því á fundinum að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra Sigurðsson um vefsíðugerð með lögmætum hætti og að hún væri að „rannsaka“ málið. Kostnaður við samninginn er sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Viðar fullyrti síðar að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. Segir þetta hluta af kosningabaráttu Viðar furðar sig á því að Agnieszka og stjórn Eflingar hafi ekki látið þar við sitja og vilji nú láta útbúa lögfræðiúttekt. Agnieszka tók við sem starfandi formaður eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku. Listi Sólveigar endurnýjaði svo umboð sitt í stjórnarkjöri Eflingar þann 15. febrúar en hún hefur ekki enn tekið við formennsku. „Að venju þá reikna ég með að ekkert samband verði haft við mig, mér ekki tilkynnt að ég sé undir rannsókn eða gefið færi á að tjá mig eða veita svör og útskýringar. Agnieszka eða aðrir stjórnarmenn munu ekki sjálf standa fyrir máli sínu um eitt eða neitt, heldur munu þau eins og vanalega leka gögnunum í fjölmiðla og skýla sér bakvið nafnleysi,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þess verður svo auðvitað vandlega gætt að lýsa glæpum mínum með mátulega óljósu orðalagi. Best er að gera það þannig til að nógu erfitt sé að bera nokkuð til baka.“ Hann segir þetta merki um áframhaldandi kosningabaráttu Agnieszku sem hafi byrjað fyrir alvöru þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sigraði kosningarnar í febrúar. „Daginn eftir byrjaði Agnieszka á að ata mig aur á fundi trúnaðarráðs að mér fjarstöddum. Hún svaraði ekki skriflegri beiðni minni um útskýringar heldur lak málinu í fjölmiðla, þar sem hefur verið kjamsað á því með aðstoð nafnlausra heimildarmanna, ýmsar fréttir birtar um mig og varaforseti Alþýðusambandsins ræstur út til að lýsa áhyggjum sínum af því að ég stundi fjárdrátt og önnur lögbrot,“ skrifar Viðar.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira