Ótrúlegt að risastór alda hafi ekki valdið skemmdum á Granda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. mars 2022 15:29 Skjáskot af öldunni skella á húsinu. Snark Telja má magnað að glerið hafi ekki brotnað og engar skemmdir orðið þegar afar stór alda skall á framhlið húsnæðis framleiðslufyrirtækisins Snark á Granda í nótt. Tveir bílar sluppu líka við skemmdir þó annar hafi færst til á bílastæðinu. Veðrið var ekki kræsilegt á suðvesturhorni landsins í gær og inn í nóttina. Þrumur og eldingar vöktu athygli landsmanna á sama tíma og það blés ansi hreint hressilega. pic.twitter.com/2Z528dUSYr— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) March 15, 2022 Starfsmenn Snark á Fiskislóð sváfu þó á sínu græna eyra þegar öldugangurinn var hvað mestur á skrifstofu þeirra klukkan fimm í nótt. Þegar þeir mættu til vinnu í morgun sáu þeir að bíll hafði færst úr stað og ráku svo upp stór augu þegar þeir skoðuðu upptöku úr öryggismyndavél. Það var nóg af verkefnum fyrir starfsmenn Faxaflóahafna í morgun að hreinsa til eftir nóttina.Snark „Þetta er algjör bilun,“ segir Eilífur Örn Þrastarson leikstjóri hjá Snark. Glugginn sem fékk að finna fyrir ölduganginum í nótt snýr í norðvestur, með útsýni yfir Snæfellsnes og Akranes. Eilífur giskar á að varnargarðurinn sé í um tíu metra fjarlægð frá húsnæðinu. Húsnæðið er merkt með rauðu nærri Örfirisey.Já.is Þar fyrir innan hafi Faxaflóahafnir komið fyrir gulum steypuvarnarklumpum sem þjóni þeim tilgangi að koma í veg fyrir að litlir hnullungar, sem enginn skilur hvaða tilgangi þjóni, hafni ekki á skrifstofuhúsnæðinu í slæmu veðri. Annar bíllinn færðist til, steypuklumparnir sömuleiðis og litlir hnullungar liggja úti um allt.Snark „Þegar stórar öldur koma þá fara þeir yfir á bílastæðin hjá okkur,“ segir Eilífur. Faxaflóahafnir hafi einmitt sent starfsmann í morgun til að hreinsa upp þessa hnullunga og annað drasl. Þeir hafi velt því upp við Faxaflóahafnir hvort ekki væri best að fjarlægja þá alveg. Lausnin hafi verið að setja þessa gulu steypuvarnarklumpa upp fyrir innan varnargarðinn. Ákvörðun sem fleiri í skrifstofuhúsnæðinu klóri sér í kollinum yfir. Varnargarður er við sjóinn, göngustígur þar fyrir innan, svo koma gulu steypuklumparnir og þar fyrir innan bílastæðið við Fiskislóð 31.Snark Snark hefur verið í húsnæðinu í fimm til sex ár. Mögulega séu þetta stærstu öldurnar sem skollið hafi á húsinu á þeim tíma, en þeir geti ekki vitað það fyrir víst. Enda ekki fastur liður hjá þeim að skoða upptökur úr eftirlitsmyndakerfinu eftir óveðursnætur. Að neðan má sjá þegar ein aldan skellur á skrifstofuhúsnæðinu við Fiskislóð 31. Veður Reykjavík Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Veðrið var ekki kræsilegt á suðvesturhorni landsins í gær og inn í nóttina. Þrumur og eldingar vöktu athygli landsmanna á sama tíma og það blés ansi hreint hressilega. pic.twitter.com/2Z528dUSYr— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) March 15, 2022 Starfsmenn Snark á Fiskislóð sváfu þó á sínu græna eyra þegar öldugangurinn var hvað mestur á skrifstofu þeirra klukkan fimm í nótt. Þegar þeir mættu til vinnu í morgun sáu þeir að bíll hafði færst úr stað og ráku svo upp stór augu þegar þeir skoðuðu upptöku úr öryggismyndavél. Það var nóg af verkefnum fyrir starfsmenn Faxaflóahafna í morgun að hreinsa til eftir nóttina.Snark „Þetta er algjör bilun,“ segir Eilífur Örn Þrastarson leikstjóri hjá Snark. Glugginn sem fékk að finna fyrir ölduganginum í nótt snýr í norðvestur, með útsýni yfir Snæfellsnes og Akranes. Eilífur giskar á að varnargarðurinn sé í um tíu metra fjarlægð frá húsnæðinu. Húsnæðið er merkt með rauðu nærri Örfirisey.Já.is Þar fyrir innan hafi Faxaflóahafnir komið fyrir gulum steypuvarnarklumpum sem þjóni þeim tilgangi að koma í veg fyrir að litlir hnullungar, sem enginn skilur hvaða tilgangi þjóni, hafni ekki á skrifstofuhúsnæðinu í slæmu veðri. Annar bíllinn færðist til, steypuklumparnir sömuleiðis og litlir hnullungar liggja úti um allt.Snark „Þegar stórar öldur koma þá fara þeir yfir á bílastæðin hjá okkur,“ segir Eilífur. Faxaflóahafnir hafi einmitt sent starfsmann í morgun til að hreinsa upp þessa hnullunga og annað drasl. Þeir hafi velt því upp við Faxaflóahafnir hvort ekki væri best að fjarlægja þá alveg. Lausnin hafi verið að setja þessa gulu steypuvarnarklumpa upp fyrir innan varnargarðinn. Ákvörðun sem fleiri í skrifstofuhúsnæðinu klóri sér í kollinum yfir. Varnargarður er við sjóinn, göngustígur þar fyrir innan, svo koma gulu steypuklumparnir og þar fyrir innan bílastæðið við Fiskislóð 31.Snark Snark hefur verið í húsnæðinu í fimm til sex ár. Mögulega séu þetta stærstu öldurnar sem skollið hafi á húsinu á þeim tíma, en þeir geti ekki vitað það fyrir víst. Enda ekki fastur liður hjá þeim að skoða upptökur úr eftirlitsmyndakerfinu eftir óveðursnætur. Að neðan má sjá þegar ein aldan skellur á skrifstofuhúsnæðinu við Fiskislóð 31.
Veður Reykjavík Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira