Ástæðan fyrir þessu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag, er skerðing Landsvirkjunar á afhendingu raforku til fyrirtækisins. Er það gert með svokölluðum endurkaupum á forgangsorku en Landsvirkjun greindi í síðustu viku frá versnandi vatnsbúskapar á hálendinu.
Því hafi verið ákveðið að virkja ákvæði í samningi við stórnotanda og fela í sér endurkaup á orku sem þegar hefur verið seld.
Í Morgunblaðinu er greint frá því að síðast hafi Elkem orðið fyrir slíkum skerðingum árið 2014 en kísilmálmverksmiðjan mun vera eini stórnotandinn í viðskiptum við Landsvirkjun sem er með slíkt ákvæði í sínum samningum.
Forstjóri Elkem á Íslandi, Álfheiður Ágústsdóttir segir í samtali við blaðið að skerðingin muni líklega hafa áhrif á starfsemi verksmiðjunnar fram eftir aprílmánuði, en að það fari vitaskuld eftir vatnsstöðunni hjá Landsvirkjun.