Lægðin beinir til okkar mjög óstöðugu lofti og líkur á frekari eldingum Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2022 07:14 Á meðan éljahryðjurnar ganga yfir má búast við hvössum vindi, segir á vef Veðurstofunnar. Vísir/RAX Lægðin sem olli óveðri gærdagsins er nú stödd á Grænlandshafi og grynnist smám saman. Lægðin beinir til okkar mjög óstöðugu lofti og í dag verður suðvestlæg átt og víða talsverður éljagangur auk þess sem líkur eru á eldingum. Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Fréttastofu hefur nú þegar borist um einhverjar tilkynningar um eldingar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa Breiðafirði og Vestfjörðum fram á kvöld. „Á meðan éljahryðjurnar ganga yfir má búast við hvössum vindi en þess á milli verður vindurinn mun hægari. Norðaustantil á landinu verður hins vegar yfirleitt þurrt. Kólnandi, allvíða vægt frost seinnipartinn. Svipað veður á morgun en vindur verður þó heldur hægari. Seint annað kvöld nálgast svo næstu skil landið. Þau fara hratt yfir og aðfaranótt fimmtudags og á fimmtudags morgun er útlit fyrir skammvinnt suðaustan hvassviðri eða storm með ofankomu í flestum landshlutum.“ Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Sunnan og suðvestan 10-18 m/s og éljagangur, en yfirleitt þurrt NA-lands. Frost 0 til 4 stig. Gengur í suðaustan 18-25 á V-verðu landinu um kvöldið og bætir í ofankomu. Á fimmtudag: Suðvestan 13-20 og él um landið S- og V-vert. Suðaustan hvassviðri eða stormur A-lands um morguninn með snjókomu eða slyddu, en snýst síðan í allhvassa suðvestanátt og styttir upp. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en þurrt NA-lands. Hiti um og undir frostmarki. Snjókoma eða slydda SA- og A-til síðdegis. Á laugardag: Suðvestan og vestan 5-13 og dálítil él, en styttir upp á A-verðu landinu. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag og mánudag: Suðlæg átt og dálítil rigning eða slydda, en lengst af þurrt á N- og A-landi. Hlýnandi veður. Veður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Sjá meira
Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Fréttastofu hefur nú þegar borist um einhverjar tilkynningar um eldingar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa Breiðafirði og Vestfjörðum fram á kvöld. „Á meðan éljahryðjurnar ganga yfir má búast við hvössum vindi en þess á milli verður vindurinn mun hægari. Norðaustantil á landinu verður hins vegar yfirleitt þurrt. Kólnandi, allvíða vægt frost seinnipartinn. Svipað veður á morgun en vindur verður þó heldur hægari. Seint annað kvöld nálgast svo næstu skil landið. Þau fara hratt yfir og aðfaranótt fimmtudags og á fimmtudags morgun er útlit fyrir skammvinnt suðaustan hvassviðri eða storm með ofankomu í flestum landshlutum.“ Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Sunnan og suðvestan 10-18 m/s og éljagangur, en yfirleitt þurrt NA-lands. Frost 0 til 4 stig. Gengur í suðaustan 18-25 á V-verðu landinu um kvöldið og bætir í ofankomu. Á fimmtudag: Suðvestan 13-20 og él um landið S- og V-vert. Suðaustan hvassviðri eða stormur A-lands um morguninn með snjókomu eða slyddu, en snýst síðan í allhvassa suðvestanátt og styttir upp. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en þurrt NA-lands. Hiti um og undir frostmarki. Snjókoma eða slydda SA- og A-til síðdegis. Á laugardag: Suðvestan og vestan 5-13 og dálítil él, en styttir upp á A-verðu landinu. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag og mánudag: Suðlæg átt og dálítil rigning eða slydda, en lengst af þurrt á N- og A-landi. Hlýnandi veður.
Veður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Sjá meira