Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. mars 2022 18:26 Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins sagði að öllum árásum á NATO-ríki yrði samstundis svarað í sömu mynt. Getty/Tevgel Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. Rússar hafa nú staðfest að árásin hafi verið af þeirra völdum. Yfirvöld í Rússlandi halda því fram að árásin hafi beinst að erlendum málaliðum og varnarmálaráðuneyti Rússa segir þá hafa fellt 180 erlenda málaliða í árásinni. Fyrir innrás Rússa í Úkraínu höfðu erlendir hernaðarleiðbeinendur þjálfað úkraínska hermenn í herstöðinni en samkvæmt þarlendum fjölmiðlum höfðu engir erlendir leiðbeinendur verið í stöðinni síðan 24. febrúar. Reuters greinir frá. Uggandi yfir nálægð við NATO-ríki Sérfræðingar eru uggandi yfir nálægð árásarinnar við NATO-ríki og Bretar og Bandaríkjamenn hafa fordæmt árásina. Stjórnvöld þar í landi hafa meðal annars sagt árásina bera merki um stigmögnun innrásarinnar. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði í ræðu fyrr í dag að öllum árásum á landsvæði NATO-ríkja yrði samstundis svarað í sömu mynt. Maksym Kozytskyy, landstjóri Lviv svæðisins, sagði að varnarkerfi herstöðvarinnar hafi stöðvað nokkur flugskeyti áður en þau lentu. Þrátt fyrir það hafi fleiri en 30 flugskeyti lent á stöðinni, sem hafði að mestu leyti sloppið í átökunum. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í vaktinni. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Pólland Hernaður Tengdar fréttir Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Rússar hafa nú staðfest að árásin hafi verið af þeirra völdum. Yfirvöld í Rússlandi halda því fram að árásin hafi beinst að erlendum málaliðum og varnarmálaráðuneyti Rússa segir þá hafa fellt 180 erlenda málaliða í árásinni. Fyrir innrás Rússa í Úkraínu höfðu erlendir hernaðarleiðbeinendur þjálfað úkraínska hermenn í herstöðinni en samkvæmt þarlendum fjölmiðlum höfðu engir erlendir leiðbeinendur verið í stöðinni síðan 24. febrúar. Reuters greinir frá. Uggandi yfir nálægð við NATO-ríki Sérfræðingar eru uggandi yfir nálægð árásarinnar við NATO-ríki og Bretar og Bandaríkjamenn hafa fordæmt árásina. Stjórnvöld þar í landi hafa meðal annars sagt árásina bera merki um stigmögnun innrásarinnar. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði í ræðu fyrr í dag að öllum árásum á landsvæði NATO-ríkja yrði samstundis svarað í sömu mynt. Maksym Kozytskyy, landstjóri Lviv svæðisins, sagði að varnarkerfi herstöðvarinnar hafi stöðvað nokkur flugskeyti áður en þau lentu. Þrátt fyrir það hafi fleiri en 30 flugskeyti lent á stöðinni, sem hafði að mestu leyti sloppið í átökunum. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í vaktinni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Pólland Hernaður Tengdar fréttir Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52