Erlent

Uggandi yfir ná­lægð her­stöðvarinnar við NATO-ríki

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins sagði að öllum árásum á NATO-ríki yrði samstundis svarað í sömu mynt.
Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins sagði að öllum árásum á NATO-ríki yrði samstundis svarað í sömu mynt. Getty/Tevgel

Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 

Rússar hafa nú staðfest að árásin hafi verið af þeirra völdum. Yfirvöld í Rússlandi halda því fram að árásin hafi beinst að erlendum málaliðum og varnarmálaráðuneyti Rússa segir þá hafa fellt 180 erlenda málaliða í árásinni. 

Fyrir innrás Rússa í Úkraínu höfðu erlendir hernaðarleiðbeinendur þjálfað úkraínska hermenn í herstöðinni en samkvæmt þarlendum fjölmiðlum höfðu engir erlendir leiðbeinendur verið í stöðinni síðan 24. febrúar. Reuters greinir frá.

Uggandi yfir nálægð við NATO-ríki

Sérfræðingar eru uggandi yfir nálægð árásarinnar við NATO-ríki og Bretar og Bandaríkjamenn hafa fordæmt árásina. Stjórnvöld þar í landi hafa meðal annars sagt árásina bera merki um stigmögnun innrásarinnar. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði í ræðu fyrr í dag að öllum árásum á landsvæði NATO-ríkja yrði samstundis svarað í sömu mynt.

Maksym Kozytskyy, landstjóri Lviv svæðisins, sagði að varnarkerfi herstöðvarinnar hafi stöðvað nokkur flugskeyti áður en þau lentu. Þrátt fyrir það hafi fleiri en 30 flugskeyti lent á stöðinni, sem hafði að mestu leyti sloppið í átökunum.

Vísir fylgist með nýjustu vendingum í vaktinni.


Tengdar fréttir

Á fjórða tug látnir og varna­mála­ráð­herrann sakar Rússa um hryðju­verk

Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×