Innlent

Verka­lýðs­mál, orku­þörf þjóðarinnar, varnar­mál og að­gangur kvenna að á­hættu­fjár­magni

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Kristján Kristjánsson hefur Sprengisand dagsins með Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. Hann er í nýjum pistlum harðorður í garð félaga sinna í verkalýðshreyfingunni, skýtur föstum skotum á ASÍ og marga aðra en hvað vakir fyrir honum með þessu háttalagi?

Þau Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins og Andrés Ingi þingmaður Pírata ætla að takast á um nýja úttekt á orkuþörf Íslendinga í framtíðinni. 

Undir 11:00 verður skipt til Úkraínu, Baldur Þórhallsson ræðir við Kristján um stöðu smáríkja og tilhneigingu þeirra til að leita skjóls hjá stærri ríkjum eða ríkjasamböndum þegar ófriðlegt er. 

Þau Lilja Alfreðsdóttir og Ögmundur Jónasson ætla síðan að rökræða stöðuna og ekki síst áhrif hennar á okkur hér heima, hljómar ekki Ísland úr Nató heldur hjákátlega núna, „nei“ segir Ögmundur. 

Í lok þáttar mætir svo Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi Kara Connect. Þaui Kristján ætla einkum að tala um aðgang kvenna að áhættufjármagni sem er ótrúlega erfiður. Þorbjörg er líka fyrrverandi borgarfulltrúi og þau spá aðeins í spilin í Reykjavíkurborg, svona rétt á meðan flokkarnir raða sínu fólki á lista.

Sjá má Sprengisand í spilaranum hér að neðan en hann verður auðvitað einnig á sínum stað á Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×