Verkin tala Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 12. mars 2022 17:01 Nú með hækkandi sól sjáum við afrakstur mikillar vinnu í skipulagsmálum þessa kjörtímabils hér í Hafnarfirði. Kraftmikil uppbygging er hafin um allan bæ, bæði á þéttingarreitum og á nýbyggingarsvæðum. Þetta sjá auðvitað allir nema þeir sem kjósa að vera með bundið fyrir augun eða hreinlega eru vísvitandi að segja ósatt. Ég held reyndar, og því miður, að hið síðara eigi hér við; að vísvitandi sé verið að slá ryki í augu fólks með það að markmiði að slíkt muni bera ávöxt í kosningunum 14. maí næstkomandi. Ég hef enga trú á því og legg hér á borð nokkrar staðreyndir varðandi skipulagsmál í Hafnarfirði. Hafin er uppbygging sem mun skila um 7.000 íbúðum með um 17.000 íbúum Hér þarf að horfa bæði til nýrra hverfa og þéttingu byggðar. Það er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt í uppbyggingaráætlunum sveitarfélaga. Hafnfirðingum mun fjölga á næstu árum um 17.000 í 7.000 nýjum íbúðum víðsvegar um bæinn í þeim verkefnum sem hafin eru. Íbúum hefur fjölgað um 133 frá 1. desember. Nýbyggingarsvæði með um 2.700 íbúðum og 6.750 íbúum Kraftmikil uppbygging er hafin í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir. Þar eru nú byggingarkranar um allt hverfi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Lóðum í Áslandi 4 verður úthlutað á vormánuðum. Þessi þrjú nýju hverfi í Hafnarfirði munu til framtíðar litið hýsa um 2.700 íbúðir og 6.750 íbúa. Þétting byggðar með um 4.000 íbúðum og 10.000 íbúum Þétting byggðar er nauðsynlegt og slíkum verkefnum hefur verið vel sinnt. Við þurfum að nýta innviði betur og með þéttingu byggðar náum við því markmiði á sama tíma og við brjótum ný lönd til uppbyggingar. Stærstu þéttingarsvæðin eru Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði og Hraun vestur. Á Hraunum vestur, Gjótum liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir 490 íbúðir, auk þjónustu. Þessu skipulagi, þessari þéttingu byggðar, hefur Samfylkingin í Hafnarfirði lagst gegn í samfloti við Viðreisn, systurflokk sinn á vinstri vængnum. Þar er gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu. Á þessum svæðum er gert ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum á næstu 10-15 árum. Að taka upp svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins? Hvað þýðir það í reynd? Samhliða þessari uppbyggingu og þeirri miklu vinnu sem hefur átt sér stað á kjörtímabilinu, horfumst við í augu við það að við eigum ekki meira svæði til nýbyggingar til ársins 2040. Hafa ber í huga að Vatnshlíðin og hluti Áslands 4 er enn undir línum. Því höfum við í meirihlutanum flutt tillögu þess efnis í bæjarstjórn að nauðsynlegt sé að sveitarfélögin öll á höfuðborgarsvæðinu taki svæðisskipulagið til endurskoðunar. Það er eina leiðin, og einungis þannig, munum við tryggja uppbyggingu til framtíðar, brjóta nýtt land samhliða þéttingu byggðar. Það er eitt að segjast ætla að láta verkin tala, en það er alltaf betra að hafa látið verkin tala líkt og meirihlutinn hefur gert á kjörtímabilinu og sést á yfirferðinni hér að ofan. Framtíðin er björt í Hafnarfirði. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Húsnæðismál Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú með hækkandi sól sjáum við afrakstur mikillar vinnu í skipulagsmálum þessa kjörtímabils hér í Hafnarfirði. Kraftmikil uppbygging er hafin um allan bæ, bæði á þéttingarreitum og á nýbyggingarsvæðum. Þetta sjá auðvitað allir nema þeir sem kjósa að vera með bundið fyrir augun eða hreinlega eru vísvitandi að segja ósatt. Ég held reyndar, og því miður, að hið síðara eigi hér við; að vísvitandi sé verið að slá ryki í augu fólks með það að markmiði að slíkt muni bera ávöxt í kosningunum 14. maí næstkomandi. Ég hef enga trú á því og legg hér á borð nokkrar staðreyndir varðandi skipulagsmál í Hafnarfirði. Hafin er uppbygging sem mun skila um 7.000 íbúðum með um 17.000 íbúum Hér þarf að horfa bæði til nýrra hverfa og þéttingu byggðar. Það er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt í uppbyggingaráætlunum sveitarfélaga. Hafnfirðingum mun fjölga á næstu árum um 17.000 í 7.000 nýjum íbúðum víðsvegar um bæinn í þeim verkefnum sem hafin eru. Íbúum hefur fjölgað um 133 frá 1. desember. Nýbyggingarsvæði með um 2.700 íbúðum og 6.750 íbúum Kraftmikil uppbygging er hafin í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir. Þar eru nú byggingarkranar um allt hverfi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Lóðum í Áslandi 4 verður úthlutað á vormánuðum. Þessi þrjú nýju hverfi í Hafnarfirði munu til framtíðar litið hýsa um 2.700 íbúðir og 6.750 íbúa. Þétting byggðar með um 4.000 íbúðum og 10.000 íbúum Þétting byggðar er nauðsynlegt og slíkum verkefnum hefur verið vel sinnt. Við þurfum að nýta innviði betur og með þéttingu byggðar náum við því markmiði á sama tíma og við brjótum ný lönd til uppbyggingar. Stærstu þéttingarsvæðin eru Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði og Hraun vestur. Á Hraunum vestur, Gjótum liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir 490 íbúðir, auk þjónustu. Þessu skipulagi, þessari þéttingu byggðar, hefur Samfylkingin í Hafnarfirði lagst gegn í samfloti við Viðreisn, systurflokk sinn á vinstri vængnum. Þar er gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu. Á þessum svæðum er gert ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum á næstu 10-15 árum. Að taka upp svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins? Hvað þýðir það í reynd? Samhliða þessari uppbyggingu og þeirri miklu vinnu sem hefur átt sér stað á kjörtímabilinu, horfumst við í augu við það að við eigum ekki meira svæði til nýbyggingar til ársins 2040. Hafa ber í huga að Vatnshlíðin og hluti Áslands 4 er enn undir línum. Því höfum við í meirihlutanum flutt tillögu þess efnis í bæjarstjórn að nauðsynlegt sé að sveitarfélögin öll á höfuðborgarsvæðinu taki svæðisskipulagið til endurskoðunar. Það er eina leiðin, og einungis þannig, munum við tryggja uppbyggingu til framtíðar, brjóta nýtt land samhliða þéttingu byggðar. Það er eitt að segjast ætla að láta verkin tala, en það er alltaf betra að hafa látið verkin tala líkt og meirihlutinn hefur gert á kjörtímabilinu og sést á yfirferðinni hér að ofan. Framtíðin er björt í Hafnarfirði. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar