Vaktin: Segir rússneska herinn hafa orðið fyrir sögulegu höggi Fanndís Birna Logadóttir, Árni Sæberg og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. mars 2022 07:52 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist viss um að Rússum muni ekki takast ætlunarverk sitt. AP Rússar halda áfram að sækja að í Kænugarði en átök áttu sér stað norðvestur af borginni í morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Varnamálaráðuneyti Úkraínu segir að meirihluti rússneska herliðsins sé nú 25 kílómetrum frá miðborg Kænugarðs. Rússar höfðu herjað á fjölda borga í Úkraínu í gær og virðast nú búa sig undir stórsókn inn í höfuðborgina. Úkraínskir miðlar greindu frá því í morgun að kviknað hefði í tveimur olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa. Loftvarnaflautur hljómuðu í flestum borgum Úkraínu í morgun og var fólk hvatt til að leita skjóls. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn hafa orðið fyrir gríðarlegu höggi og fullyrðir að Úkraína muni bera sigur úr býtum. Hann sagði um þrettán hundruð úkraínska hermenn hafa fallið frá upphafi innrásarinnar. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag úr borgum á borð við Mariupol en sprengjum var varpað á mosku í borginni í morgun. Yfirvöld í Kænugarði og Donetsk segja Rússa halda árásum sínum áfram þrátt fyrir fólk á flótta. Vesturlöndin tilkynntu í gær frekari refsiaðgerðir til handa Rússum vegna innrásarinnar. Evrópusambandið mun í dag kynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn. Selenskí kallaði eftir því í ávarpi sínu að leiðtogar heimsins gerðu meira. Hér má finna vakt gærdagsins.
Helstu vendingar: Varnamálaráðuneyti Úkraínu segir að meirihluti rússneska herliðsins sé nú 25 kílómetrum frá miðborg Kænugarðs. Rússar höfðu herjað á fjölda borga í Úkraínu í gær og virðast nú búa sig undir stórsókn inn í höfuðborgina. Úkraínskir miðlar greindu frá því í morgun að kviknað hefði í tveimur olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa. Loftvarnaflautur hljómuðu í flestum borgum Úkraínu í morgun og var fólk hvatt til að leita skjóls. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn hafa orðið fyrir gríðarlegu höggi og fullyrðir að Úkraína muni bera sigur úr býtum. Hann sagði um þrettán hundruð úkraínska hermenn hafa fallið frá upphafi innrásarinnar. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag úr borgum á borð við Mariupol en sprengjum var varpað á mosku í borginni í morgun. Yfirvöld í Kænugarði og Donetsk segja Rússa halda árásum sínum áfram þrátt fyrir fólk á flótta. Vesturlöndin tilkynntu í gær frekari refsiaðgerðir til handa Rússum vegna innrásarinnar. Evrópusambandið mun í dag kynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn. Selenskí kallaði eftir því í ávarpi sínu að leiðtogar heimsins gerðu meira. Hér má finna vakt gærdagsins.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira