Kláraði á spretti og slapp aftur við að vakna snemma Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 12:00 James Walton, kylfusveinn Ians Poulter, heldur á regnhlífinni fyrir hann á fyrsta hringnum á The Players í Flórída í gær. Getty/Jared C. Tilton Englendingurinn Ian Poulter virtist ekki hafa neinn áhuga á því að þurfa að vakna snemma í dag til að slá örfá högg á The Players risamótinu í golfi. Þess vegna lauk þessi 46 ára kylfingur leik í gær á harðaspretti. Úrhelli og þrumuveður setti stórt strik í reikninginn á fyrsta keppnisdegi The Players í Flórída í gær og að lokum varð að stöðva leik þó að ýmsir ættu eftir að klára sinn hring, þar sem farið var að rökkva. Ian Poulter vissi hvernig reglurnar eru og vildi ólmur klára sinn hring. Hann náði fugli á sautjándu holu á undaverðum hraða og hljóp svo yfir að átjánda teig til að ná teighöggi áður en flautan gall til merkis um að leik yrði hætt. Þannig fékk Poulter og hans holl að klára hringinn. Speed golf. @IanJamesPoulter with the fastest birdie you'll see on 17. He's racing the sunlight and wants to finish. pic.twitter.com/gWvFohgEJs— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Poulter lék svo lokaholuna á pari þrátt fyrir smáerfiðleika. Hann lék hringinn hins vegar á höggi yfir pari en efstu menn eru á sex höggum undir pari. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Poulter hefur hlaupið til að geta klárað hring, og þannig losnað við að vakna snemma til að klárað hringinn daginn eftir. Það gerði hann einnig á The Players árið 2011, þá reyndar ellefu árum yngri og aðeins léttari á fæti. It wasn't Poulter's first race around the island. pic.twitter.com/7OWMNj4lNk— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Úrhelli og þrumuveður setti stórt strik í reikninginn á fyrsta keppnisdegi The Players í Flórída í gær og að lokum varð að stöðva leik þó að ýmsir ættu eftir að klára sinn hring, þar sem farið var að rökkva. Ian Poulter vissi hvernig reglurnar eru og vildi ólmur klára sinn hring. Hann náði fugli á sautjándu holu á undaverðum hraða og hljóp svo yfir að átjánda teig til að ná teighöggi áður en flautan gall til merkis um að leik yrði hætt. Þannig fékk Poulter og hans holl að klára hringinn. Speed golf. @IanJamesPoulter with the fastest birdie you'll see on 17. He's racing the sunlight and wants to finish. pic.twitter.com/gWvFohgEJs— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Poulter lék svo lokaholuna á pari þrátt fyrir smáerfiðleika. Hann lék hringinn hins vegar á höggi yfir pari en efstu menn eru á sex höggum undir pari. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Poulter hefur hlaupið til að geta klárað hring, og þannig losnað við að vakna snemma til að klárað hringinn daginn eftir. Það gerði hann einnig á The Players árið 2011, þá reyndar ellefu árum yngri og aðeins léttari á fæti. It wasn't Poulter's first race around the island. pic.twitter.com/7OWMNj4lNk— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira