Kláraði á spretti og slapp aftur við að vakna snemma Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 12:00 James Walton, kylfusveinn Ians Poulter, heldur á regnhlífinni fyrir hann á fyrsta hringnum á The Players í Flórída í gær. Getty/Jared C. Tilton Englendingurinn Ian Poulter virtist ekki hafa neinn áhuga á því að þurfa að vakna snemma í dag til að slá örfá högg á The Players risamótinu í golfi. Þess vegna lauk þessi 46 ára kylfingur leik í gær á harðaspretti. Úrhelli og þrumuveður setti stórt strik í reikninginn á fyrsta keppnisdegi The Players í Flórída í gær og að lokum varð að stöðva leik þó að ýmsir ættu eftir að klára sinn hring, þar sem farið var að rökkva. Ian Poulter vissi hvernig reglurnar eru og vildi ólmur klára sinn hring. Hann náði fugli á sautjándu holu á undaverðum hraða og hljóp svo yfir að átjánda teig til að ná teighöggi áður en flautan gall til merkis um að leik yrði hætt. Þannig fékk Poulter og hans holl að klára hringinn. Speed golf. @IanJamesPoulter with the fastest birdie you'll see on 17. He's racing the sunlight and wants to finish. pic.twitter.com/gWvFohgEJs— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Poulter lék svo lokaholuna á pari þrátt fyrir smáerfiðleika. Hann lék hringinn hins vegar á höggi yfir pari en efstu menn eru á sex höggum undir pari. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Poulter hefur hlaupið til að geta klárað hring, og þannig losnað við að vakna snemma til að klárað hringinn daginn eftir. Það gerði hann einnig á The Players árið 2011, þá reyndar ellefu árum yngri og aðeins léttari á fæti. It wasn't Poulter's first race around the island. pic.twitter.com/7OWMNj4lNk— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Úrhelli og þrumuveður setti stórt strik í reikninginn á fyrsta keppnisdegi The Players í Flórída í gær og að lokum varð að stöðva leik þó að ýmsir ættu eftir að klára sinn hring, þar sem farið var að rökkva. Ian Poulter vissi hvernig reglurnar eru og vildi ólmur klára sinn hring. Hann náði fugli á sautjándu holu á undaverðum hraða og hljóp svo yfir að átjánda teig til að ná teighöggi áður en flautan gall til merkis um að leik yrði hætt. Þannig fékk Poulter og hans holl að klára hringinn. Speed golf. @IanJamesPoulter with the fastest birdie you'll see on 17. He's racing the sunlight and wants to finish. pic.twitter.com/gWvFohgEJs— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Poulter lék svo lokaholuna á pari þrátt fyrir smáerfiðleika. Hann lék hringinn hins vegar á höggi yfir pari en efstu menn eru á sex höggum undir pari. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Poulter hefur hlaupið til að geta klárað hring, og þannig losnað við að vakna snemma til að klárað hringinn daginn eftir. Það gerði hann einnig á The Players árið 2011, þá reyndar ellefu árum yngri og aðeins léttari á fæti. It wasn't Poulter's first race around the island. pic.twitter.com/7OWMNj4lNk— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira