Tvö mörk frá Pernille Harder og eitt frá Niamh Charles sáu til þess að gestirnir í Chelsea fóru með þægilega 3-0 forystu inn í hálfleikinn.
Dagný minnkaði muninn fyrir heimakonur snemma í síðari hálfleik, en það var svo Samantha Kerr sem gulltryggði 4-1 sigur Chelsea.
Dagný og stöllur hennar í West Ham sitja í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig eftir 15 leiki, tólf stigum á eftir Chelsea sem situr í öðru sæti.