Þorkell Sigurlaugsson hafði áður dregið framboð sitt til baka degi fyrir aðalfund í kjölfar „rætinnar gagnrýni“ líkt og fjallað var um í frétt Vísis í gær.
Í félaginu eru um 14 þúsund félagsmenn en félagið er stærsta aðildarfélag Landssambands eldri borgara á hérlendis.
Haft er eftir Ingibjörgu að hún sé afar þakklátt fyrir það mikla traust sem sér hafi verið sýnt sem formaður síðustu tvö árin. Muni hún halda áfram baráttu sinni fyrir bættum hag og réttindum eldra fólks. „Þá langar mig að nota tækifærið og þakka fráfarandi stjórn fyrir frábært samstarf og vinnu í þágu eldra fólks fyrir félagið. Jafnframt óska ég nýrri og glæsilegri stjórn félagsins til hamingju en ég hlakka mjög til samstarfsins,“ segir Ingibjörg.
Á fundinum voru eftirtaldir aðilar kjörnir í stjórn og varastjórn.
Til tveggja ára í aðalstjórn voru kjörnir:
- Kári Jónasson með 113 atkvæði
- Kolbrún Stefánsdóttir með 100 atkvæði
- Sigurbjörg Gísladóttir með 85 atkvæði
Þrír voru kosnir í varastjórn til eins árs en þeir eru:
- Viðar Eggertsson með 68 atkvæði
- Halldór Frímannsson með 62 atkvæði
- Jón Kristján Árnason með 19 atkvæði