Bæjarfulltrúi dregur framboð sitt skyndilega til baka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2022 14:23 Guðmundur Gísli Geirdal er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stefndi á áframhaldandi starf í bæjarpólitíkinni. Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, hefur ákveðið að draga framboð sitt í prófkjöri flokksins til baka. Hann vísar til persónulegra ástæðna. „Já, það er rétt,“ segir Guðmundur Gísli í samtali við fréttastofu. Aðspurður um ástæðuna segir hann ekki tímabært að greina frá því núna. Guðmundur bauð fram krafta sína í þriðja sæti listans. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri en einn kvenkyns bæjarfulltrúi gert athugasemd við hegðun Guðmundar. Í kjölfar uppákomu á viðburði sem bæjarfulltrúar og starfsmenn sóttu í nóvember barst kvörtun til Sjálfstæðisflokksins. Var málið tekið til skoðunar hjá flokknum og sett í hendur ráðgjafarstofunnar Attentus samkvæmt viðbragðsáætlun flokksins. Var meðal annars rætt við Guðmund, þolanda og vitni í málinu og skilaði Attentus skýrslunni fyrir helgi. Var niðurstaðan sú að Guðmundur hefði gerst sekur um hegðun sem flokka ætti sem kynferðislega áreitni og ofbeldi. Aðspurður út í þessa úttekt segist Guðmundur ekki ætla að tjá sig um málið af tillitsemi við annað fólk. Þá segist hann ekki vera búinn að taka ákvörðun um það hvort hann sitji út kjörtímabilið eða ekki. „Ég á eftir að ákveða það,“ segir Guðmundur Gísli. Þá vildi Guðmundur ekki fara nákvæmlega út í það hvenær hann tók ákvörðunina eða tilkynnti hana til Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðunin hafi ekki verið tekin skyndilega heldur hafi hann velt henni fyrir sér í einhvern tíma. Helgi Magnússon er formaður fulltrúarráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann vildi ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali. Ekki einu sinni staðfesta að frambjóðandi hefði dregið sig úr prófkjörinu. Hann væri í fríi erlendis og raun tilviljun að blaðamaður hefði náð í gegn til hans vegna stopuls símasambands. Hann gat ekki vísað á neinn annan hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi sem gæti svarað spurningum er varðaði prófkjörið. Hann hefði verið erlendis frá 18. febrúar en væntanlegur aftur á miðvikudagskvöld. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá flokknum hófst þann 21. febrúar og stendur til 11. mars. Kjörstaðir verða svo opnaðir á laugardaginn klukkan 10 og verður opið til klukkan 18. Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06 Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira
„Já, það er rétt,“ segir Guðmundur Gísli í samtali við fréttastofu. Aðspurður um ástæðuna segir hann ekki tímabært að greina frá því núna. Guðmundur bauð fram krafta sína í þriðja sæti listans. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri en einn kvenkyns bæjarfulltrúi gert athugasemd við hegðun Guðmundar. Í kjölfar uppákomu á viðburði sem bæjarfulltrúar og starfsmenn sóttu í nóvember barst kvörtun til Sjálfstæðisflokksins. Var málið tekið til skoðunar hjá flokknum og sett í hendur ráðgjafarstofunnar Attentus samkvæmt viðbragðsáætlun flokksins. Var meðal annars rætt við Guðmund, þolanda og vitni í málinu og skilaði Attentus skýrslunni fyrir helgi. Var niðurstaðan sú að Guðmundur hefði gerst sekur um hegðun sem flokka ætti sem kynferðislega áreitni og ofbeldi. Aðspurður út í þessa úttekt segist Guðmundur ekki ætla að tjá sig um málið af tillitsemi við annað fólk. Þá segist hann ekki vera búinn að taka ákvörðun um það hvort hann sitji út kjörtímabilið eða ekki. „Ég á eftir að ákveða það,“ segir Guðmundur Gísli. Þá vildi Guðmundur ekki fara nákvæmlega út í það hvenær hann tók ákvörðunina eða tilkynnti hana til Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðunin hafi ekki verið tekin skyndilega heldur hafi hann velt henni fyrir sér í einhvern tíma. Helgi Magnússon er formaður fulltrúarráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann vildi ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali. Ekki einu sinni staðfesta að frambjóðandi hefði dregið sig úr prófkjörinu. Hann væri í fríi erlendis og raun tilviljun að blaðamaður hefði náð í gegn til hans vegna stopuls símasambands. Hann gat ekki vísað á neinn annan hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi sem gæti svarað spurningum er varðaði prófkjörið. Hann hefði verið erlendis frá 18. febrúar en væntanlegur aftur á miðvikudagskvöld. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá flokknum hófst þann 21. febrúar og stendur til 11. mars. Kjörstaðir verða svo opnaðir á laugardaginn klukkan 10 og verður opið til klukkan 18.
Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06 Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira
Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06
Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43