Treyjur Aftureldingar seldar um allan heim Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2022 08:31 Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, lék með yngri flokkum Aftureldingar og styður vel við félagið. Twitter/@officialkaleo Afturelding gæti verið að eignast mun fleiri stuðningsmenn, um allan heim, því treyjur knattspyrnuliðs félagsins verða til sölu á tónleikum hljómsveitarinnar Kaleo í ár. Hljómsveitin fræga er líkt og Afturelding úr Mosfellsbæ og gerðist í fyrra styrktaraðili knattspyrnudeildar félagsins. Þrír meðlimir Kaleo léku með yngri flokkum Aftureldingar á sínum tíma. Afturelding leikur því með merki Kaleo framan á búningum sínum í Bestu deild kvenna og Lengjudeild karla í sumar og nú eru treyjurnar farnar að seljast erlendis, á tónleikaröð Kaleo sem nú er hafinn í Bandaríkjunum. Samkvæmt tilkynningu frá Kaleo rennur allur ágóði af sölu treyjanna til Aftureldingar, „til stuðnings félaginu sem við elskum“. Nokkrar áritaðar treyjur verða í boði á hverjum tónleikum. View this post on Instagram A post shared by KALEO (@officialkaleo) Ljóst er að uppátækið fellur vel í kramið hjá aðdáendum Kaleo sem á samfélagsmiðlum lýsa yfir vilja til að festa kaup á Aftureldingar-treyjum. Hljómsveitin er nú stödd í Kaliforníu og heldur tónleika í San Diego í kvöld. Fram undan er löng röð tónleika í Bandaríkjunum og Kanada áður en sveitin færir sig svo yfir til Evrópu í sumar. Samkvæmt áætlun lýkur tónleikaröðinni í Rússlandi og Úkraínu í október en sú áætlun var gerð áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst. Íslenski boltinn Afturelding Mosfellsbær Kaleo Tengdar fréttir KALEO í tónleikaferð um heiminn KALEO er ein vinsælasta hljómsveit sem Ísland hefur af sér alið en í febrúar 2022 leggur svetin af stað í heljarinnar tónleikaferð um heiminn. 23. desember 2021 17:46 Hljómsveitin KALEO framan á treyjum Aftureldingar Lið Aftureldingar í meistaraflokki karla í knattspyrnu mun bera merki hljómsveitarinnar KALEO framan á treyjum sínum næstu tvö árin. Afturelding gaf út fréttatilkynningu þess efnis í gærkvöld. 1. maí 2021 07:00 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Hljómsveitin fræga er líkt og Afturelding úr Mosfellsbæ og gerðist í fyrra styrktaraðili knattspyrnudeildar félagsins. Þrír meðlimir Kaleo léku með yngri flokkum Aftureldingar á sínum tíma. Afturelding leikur því með merki Kaleo framan á búningum sínum í Bestu deild kvenna og Lengjudeild karla í sumar og nú eru treyjurnar farnar að seljast erlendis, á tónleikaröð Kaleo sem nú er hafinn í Bandaríkjunum. Samkvæmt tilkynningu frá Kaleo rennur allur ágóði af sölu treyjanna til Aftureldingar, „til stuðnings félaginu sem við elskum“. Nokkrar áritaðar treyjur verða í boði á hverjum tónleikum. View this post on Instagram A post shared by KALEO (@officialkaleo) Ljóst er að uppátækið fellur vel í kramið hjá aðdáendum Kaleo sem á samfélagsmiðlum lýsa yfir vilja til að festa kaup á Aftureldingar-treyjum. Hljómsveitin er nú stödd í Kaliforníu og heldur tónleika í San Diego í kvöld. Fram undan er löng röð tónleika í Bandaríkjunum og Kanada áður en sveitin færir sig svo yfir til Evrópu í sumar. Samkvæmt áætlun lýkur tónleikaröðinni í Rússlandi og Úkraínu í október en sú áætlun var gerð áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst.
Íslenski boltinn Afturelding Mosfellsbær Kaleo Tengdar fréttir KALEO í tónleikaferð um heiminn KALEO er ein vinsælasta hljómsveit sem Ísland hefur af sér alið en í febrúar 2022 leggur svetin af stað í heljarinnar tónleikaferð um heiminn. 23. desember 2021 17:46 Hljómsveitin KALEO framan á treyjum Aftureldingar Lið Aftureldingar í meistaraflokki karla í knattspyrnu mun bera merki hljómsveitarinnar KALEO framan á treyjum sínum næstu tvö árin. Afturelding gaf út fréttatilkynningu þess efnis í gærkvöld. 1. maí 2021 07:00 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
KALEO í tónleikaferð um heiminn KALEO er ein vinsælasta hljómsveit sem Ísland hefur af sér alið en í febrúar 2022 leggur svetin af stað í heljarinnar tónleikaferð um heiminn. 23. desember 2021 17:46
Hljómsveitin KALEO framan á treyjum Aftureldingar Lið Aftureldingar í meistaraflokki karla í knattspyrnu mun bera merki hljómsveitarinnar KALEO framan á treyjum sínum næstu tvö árin. Afturelding gaf út fréttatilkynningu þess efnis í gærkvöld. 1. maí 2021 07:00