Boðið í mat tíu árum eftir lífsbjörgina Smári Jökull Jónsson skrifar 7. mars 2022 06:00 Tómas Guðbjartsson var á vakt þegar Skúli var fluttur á sjúkrahúsið fyrir 10 árum. Síðan þá hefur myndst góð vinátta þeirra á milli. Fyrir tíu árum varð Skúli Eggert Sigurz fyrir fólskulegri líkamsárás á lögfræðistofu sinni. Góður vinskapur hefur myndast á milli hans og Tómasar Guðbjartssonar læknis sem var á vakt daginn sem ráðist var á Skúla. Fyrir akkúrat tíu árum síðan varð Skúli Eggert Sigurz fyrir alvarlegri líkamsárás á lögfræðistofu sinni í Reykjavík. Maður kom þá inn á lögfræðistofuna Lagastoð vegna skuldar sem stofan innheimti. Úr varð að Skúli ræddi við manninn á skrifstofu sinni þar sem sá síðarnefndi veitti Skúla lífshættulega áverka. „Um leið og ég sá framan í drenginn hugsaði ég að það væri eitthvað að. Ég sá það á honum. Bara svipurinn í andlitinu. Ég hef oft afgreitt fólk sem á við andleg vandamál að etja og ég sá að það væri eitthvað að,“ sagði Skúli þegar hann ræddi árásina í Kastljósinu árið 2013. Skúli hafði fellt niður allan aukakostnað við skuldina en þegar hann ætlaði að kveðja manninn stakk hann Skúla. „Ég lít svona niður og þá stendur bara blóðbunan hérna út. Mér náttúrulega brá alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að ég hefði verið stunginn en ég fann ekki fyrir því." Guðni Bergsson, fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, kom inn á skrifstofu Skúla og náði að keyra árásarmanninn í gólfið. Maðurinn var að lokum dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og stórhættulega líkamsárás. Fagnaðarfundir áratug síðar Eins og áður segir eru tíu ár síðan árásin átti sér stað. Þennan dag fyrir tíu árum var Tómas Guðbjartsson læknir á vakt á Landspítalanum þegar Skúli var fluttur þangað. Þeir voru þá ókunnugir hvor öðrum en eftir þennan atburð og lífsbjörg Skúla hefur myndast með þeim góð vinátta. Tómas var boðið að halda upp á tímamótin með stórfjölskyldu Skúla og birti mynd af þeim félögum á Facebook síðu sinni í kjölfarið. „Með einstökum viljastyrk og stuðningi samheldinnar fjölskyldu komst Skúli Eggert Sigurz í gegnum þennan risaskafl. Í kvöld var mér boðið að halda upp á árin tíu með stórfjölskyldu Skúla,“ skrifar Tómas. Tímamót Tengdar fréttir "Sá blóðbununa standa út" "Ég lít svona niður og þá stendur bara blóðbunan hérna út. Mér náttúrulega brá alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að ég hefði verið stunginn en ég fann ekki fyrir því," segir Skúli Eggert Sigurz sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás í mars á síðasta ári. 7. febrúar 2013 20:04 Guðgeir í fjórtán ára fangelsi Guðgeir Guðmundsson, sem réðst á Skúla Sigurz á lögmannsstofunni Lagastoð í mars, var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða Skúla þrjár milljónir króna í miskabætur. Guðgeir réðst jafnframt á Guðna Bergsson lögmann. Hann þarf að greiða Guðna átta hundruð þúsund í miskabætur. Árásin var hrottafengin og í ákæruskjalinu kemur fram að 50 lítrar af blóði runnu úr líkama Skúla eftir árásina. 26. júní 2012 09:07 Skúli ber vitni gegn árásarmanninum Skúli Sigurz sem hlaut alvarleg sár þegar hann var stunginn á lögmannsstofunni Lagastoð í mars ber vitni gegn árásarmanninum, Guðgeiri Guðmundssyni. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan níu og stendur fram eftir degi. Í ákæru er Guðgeiri gefið að sök tilraun til manndráps með því að stinga Skúla ítrekað. Þá er hann jafnframt sakaður um alvarlega líkamsárás þegar hann stakk Guðna Bergsson lögmann í lærið þegar Guðni hugðist koma Skúla til bjargar. 8. júní 2012 10:18 Guðni gróinn sára sinna - Skúli á góðum batavegi Guðni Bergsson lögfræðingur segir að hann sé gróinn sára sinna en Guðni særðist þegar hann kom vinnufélaga sínum til hjálpar á lögfræðistofunni Lagastoð sem var fyrir árás manns með hníf. 7. maí 2012 13:31 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Sjá meira
Fyrir akkúrat tíu árum síðan varð Skúli Eggert Sigurz fyrir alvarlegri líkamsárás á lögfræðistofu sinni í Reykjavík. Maður kom þá inn á lögfræðistofuna Lagastoð vegna skuldar sem stofan innheimti. Úr varð að Skúli ræddi við manninn á skrifstofu sinni þar sem sá síðarnefndi veitti Skúla lífshættulega áverka. „Um leið og ég sá framan í drenginn hugsaði ég að það væri eitthvað að. Ég sá það á honum. Bara svipurinn í andlitinu. Ég hef oft afgreitt fólk sem á við andleg vandamál að etja og ég sá að það væri eitthvað að,“ sagði Skúli þegar hann ræddi árásina í Kastljósinu árið 2013. Skúli hafði fellt niður allan aukakostnað við skuldina en þegar hann ætlaði að kveðja manninn stakk hann Skúla. „Ég lít svona niður og þá stendur bara blóðbunan hérna út. Mér náttúrulega brá alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að ég hefði verið stunginn en ég fann ekki fyrir því." Guðni Bergsson, fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, kom inn á skrifstofu Skúla og náði að keyra árásarmanninn í gólfið. Maðurinn var að lokum dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og stórhættulega líkamsárás. Fagnaðarfundir áratug síðar Eins og áður segir eru tíu ár síðan árásin átti sér stað. Þennan dag fyrir tíu árum var Tómas Guðbjartsson læknir á vakt á Landspítalanum þegar Skúli var fluttur þangað. Þeir voru þá ókunnugir hvor öðrum en eftir þennan atburð og lífsbjörg Skúla hefur myndast með þeim góð vinátta. Tómas var boðið að halda upp á tímamótin með stórfjölskyldu Skúla og birti mynd af þeim félögum á Facebook síðu sinni í kjölfarið. „Með einstökum viljastyrk og stuðningi samheldinnar fjölskyldu komst Skúli Eggert Sigurz í gegnum þennan risaskafl. Í kvöld var mér boðið að halda upp á árin tíu með stórfjölskyldu Skúla,“ skrifar Tómas.
Tímamót Tengdar fréttir "Sá blóðbununa standa út" "Ég lít svona niður og þá stendur bara blóðbunan hérna út. Mér náttúrulega brá alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að ég hefði verið stunginn en ég fann ekki fyrir því," segir Skúli Eggert Sigurz sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás í mars á síðasta ári. 7. febrúar 2013 20:04 Guðgeir í fjórtán ára fangelsi Guðgeir Guðmundsson, sem réðst á Skúla Sigurz á lögmannsstofunni Lagastoð í mars, var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða Skúla þrjár milljónir króna í miskabætur. Guðgeir réðst jafnframt á Guðna Bergsson lögmann. Hann þarf að greiða Guðna átta hundruð þúsund í miskabætur. Árásin var hrottafengin og í ákæruskjalinu kemur fram að 50 lítrar af blóði runnu úr líkama Skúla eftir árásina. 26. júní 2012 09:07 Skúli ber vitni gegn árásarmanninum Skúli Sigurz sem hlaut alvarleg sár þegar hann var stunginn á lögmannsstofunni Lagastoð í mars ber vitni gegn árásarmanninum, Guðgeiri Guðmundssyni. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan níu og stendur fram eftir degi. Í ákæru er Guðgeiri gefið að sök tilraun til manndráps með því að stinga Skúla ítrekað. Þá er hann jafnframt sakaður um alvarlega líkamsárás þegar hann stakk Guðna Bergsson lögmann í lærið þegar Guðni hugðist koma Skúla til bjargar. 8. júní 2012 10:18 Guðni gróinn sára sinna - Skúli á góðum batavegi Guðni Bergsson lögfræðingur segir að hann sé gróinn sára sinna en Guðni særðist þegar hann kom vinnufélaga sínum til hjálpar á lögfræðistofunni Lagastoð sem var fyrir árás manns með hníf. 7. maí 2012 13:31 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Sjá meira
"Sá blóðbununa standa út" "Ég lít svona niður og þá stendur bara blóðbunan hérna út. Mér náttúrulega brá alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að ég hefði verið stunginn en ég fann ekki fyrir því," segir Skúli Eggert Sigurz sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás í mars á síðasta ári. 7. febrúar 2013 20:04
Guðgeir í fjórtán ára fangelsi Guðgeir Guðmundsson, sem réðst á Skúla Sigurz á lögmannsstofunni Lagastoð í mars, var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða Skúla þrjár milljónir króna í miskabætur. Guðgeir réðst jafnframt á Guðna Bergsson lögmann. Hann þarf að greiða Guðna átta hundruð þúsund í miskabætur. Árásin var hrottafengin og í ákæruskjalinu kemur fram að 50 lítrar af blóði runnu úr líkama Skúla eftir árásina. 26. júní 2012 09:07
Skúli ber vitni gegn árásarmanninum Skúli Sigurz sem hlaut alvarleg sár þegar hann var stunginn á lögmannsstofunni Lagastoð í mars ber vitni gegn árásarmanninum, Guðgeiri Guðmundssyni. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan níu og stendur fram eftir degi. Í ákæru er Guðgeiri gefið að sök tilraun til manndráps með því að stinga Skúla ítrekað. Þá er hann jafnframt sakaður um alvarlega líkamsárás þegar hann stakk Guðna Bergsson lögmann í lærið þegar Guðni hugðist koma Skúla til bjargar. 8. júní 2012 10:18
Guðni gróinn sára sinna - Skúli á góðum batavegi Guðni Bergsson lögfræðingur segir að hann sé gróinn sára sinna en Guðni særðist þegar hann kom vinnufélaga sínum til hjálpar á lögfræðistofunni Lagastoð sem var fyrir árás manns með hníf. 7. maí 2012 13:31