Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2022 19:15 Roland Eradze kom til Íslands á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá Úkraínu. Stöð 2 Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. „Þetta voru hættulegar aðstæður. Það var búið að loka fyrir flugumferð svo við fórum aftur til Kænugarðs. Það trúði því enginn að Rússar myndu varpa sprengjum á borgina en það gerðist samt,“ sagði Roland um ferðalagið en hann og lærisveinar hans höfðu spilað við Kielce í Póllandi þann 23. febrúar, degi áður en innrás Rússa hófst. „Ég fæ símtal frá mömmu þar sem hún segir mér að heyra í pabba því það er stríð í Úkraínu,“ sagði dóttir Rolands, landsliðskonan Mariam Eradze. „Ég fann fyrir svitanum og panikkinu og ég man að þessa nótt vaknaði ég held ég á klukkutíma fresti bara til að athuga hvort að það væri verið að sprengja einhversstaðar þarna nálægt.“ Ferðalagið frá Úkraínu erfitt og hættulegt „Þetta var hættulegt. Mjög hættulegt,“ sagði Roland. „Við stóðum í röð í níu tíma þar sem við gátum ekki hreyft okkur til hægri eða vinstri. Tókum bara eitt skref áfram og þurftum svo að bíða meira. Þetta var mjög erfitt.“ „Það var fullt af sjálfboðaliðum sem komu með mat og drykki fyrir fólk og hjálpaði okkur mikið. En þetta var mjög erfitt og mikið af börnum og konum með börn. Mikið um grátur og óróa.“ Reynir að leiða hugann frá því hvað gæti orðið um leikmennina „Við eru meira en bara lið. Við erum eins og fjölskylda. Við erum saman í sex tíma á dag á hverjum degi og ég þekki fjölskyldur allra leikmannana. Við erum mjög nánir. Núna þarf ég að hugsa um hvað gæti komið fyrir þessa stráka. Ég vil ekki hugsa um það. Ég vona bara að við fáum frið.“ Roland hefur búið víðsvegar um Evrópu á sínum handboltaferli, en þetta er þriðja stríðið sem hann upplifir á eigin skinni. „Þegar ég var í Júgóslavíu þá voru þeir bara að sprengja upp herstöðvar. En núna er verið að sprengja upp hvað sem er. Þeir eru eins og villimenn. Pútín er fasisti. Hann er fasisti. Hann er nasisti,“ sagði Roland Eradze reiður. Viðtalið við Roland og Mariam í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Roland Eradze viðtal Handbolti Sportpakkinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
„Þetta voru hættulegar aðstæður. Það var búið að loka fyrir flugumferð svo við fórum aftur til Kænugarðs. Það trúði því enginn að Rússar myndu varpa sprengjum á borgina en það gerðist samt,“ sagði Roland um ferðalagið en hann og lærisveinar hans höfðu spilað við Kielce í Póllandi þann 23. febrúar, degi áður en innrás Rússa hófst. „Ég fæ símtal frá mömmu þar sem hún segir mér að heyra í pabba því það er stríð í Úkraínu,“ sagði dóttir Rolands, landsliðskonan Mariam Eradze. „Ég fann fyrir svitanum og panikkinu og ég man að þessa nótt vaknaði ég held ég á klukkutíma fresti bara til að athuga hvort að það væri verið að sprengja einhversstaðar þarna nálægt.“ Ferðalagið frá Úkraínu erfitt og hættulegt „Þetta var hættulegt. Mjög hættulegt,“ sagði Roland. „Við stóðum í röð í níu tíma þar sem við gátum ekki hreyft okkur til hægri eða vinstri. Tókum bara eitt skref áfram og þurftum svo að bíða meira. Þetta var mjög erfitt.“ „Það var fullt af sjálfboðaliðum sem komu með mat og drykki fyrir fólk og hjálpaði okkur mikið. En þetta var mjög erfitt og mikið af börnum og konum með börn. Mikið um grátur og óróa.“ Reynir að leiða hugann frá því hvað gæti orðið um leikmennina „Við eru meira en bara lið. Við erum eins og fjölskylda. Við erum saman í sex tíma á dag á hverjum degi og ég þekki fjölskyldur allra leikmannana. Við erum mjög nánir. Núna þarf ég að hugsa um hvað gæti komið fyrir þessa stráka. Ég vil ekki hugsa um það. Ég vona bara að við fáum frið.“ Roland hefur búið víðsvegar um Evrópu á sínum handboltaferli, en þetta er þriðja stríðið sem hann upplifir á eigin skinni. „Þegar ég var í Júgóslavíu þá voru þeir bara að sprengja upp herstöðvar. En núna er verið að sprengja upp hvað sem er. Þeir eru eins og villimenn. Pútín er fasisti. Hann er fasisti. Hann er nasisti,“ sagði Roland Eradze reiður. Viðtalið við Roland og Mariam í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Roland Eradze viðtal
Handbolti Sportpakkinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti