Innlent

Úkraína í brenni­depli

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Úkraína er í brennidepli í Sprengisandi dagsins. Seðlabankastjóri fer yfir áhrif styrjaldarinnar á hagkerfið, sérfræðingar reyna að varpa ljósi á stöðuna sem versnar með degi hverjum. Í seinni hluta þáttar fara alþingismenn yfir áhrif stríðsins á utanríkistefnu Íslands.

Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri mætir á Sprengisand og fara þeir Kristján Kristjánsson yfir áhrif styrjaldarinnar á hagkerfið og velta fyrir sér hvernig þau áhrif munu seitla hingað og hversu alvarleg þau verða. Kóvíd skildi heimshagkerfið eftir í sárum en hvað nú? 

Sérfræðingarnir Valur Gunnarsson rithöfundur og Friðrik Jónsson fræðimaður um öryggis- og varnarmál mæta næstir og ætla að reyna að varpa ljósi á stöðuna í Úkraínu sem versnar með degi hverjum.

Síðari klukkutíminn fer síðan undir pólitískar umræður um áhrif þessarar stöðu sem upp er komin í heiminum, á utanríkisstefnu Íslendinga. Þrýsta þessi átök okkur nær Evrópu, lýsir VG yfir stuðningi við Nató, hvert verður framhald samskipta okkar við Rússa? 

Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG, Guðrún Hafsteinsdóttir, tilvonandi dómsmálaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, fara yfir þessi mál öll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×