Lýðræði í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 5. mars 2022 09:01 Við erum rækilega minnt á það þessa dagana að frelsi okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Lýðræði er ekki sjálfsagður hlutur og við sjáum því miður þróun í þveröfuga átt við það sem maður hefði helst óskað. Við eigum því að fagna því að búa í frjálsu og opnu samfélagi og taka þátt í lýðræðinu. Lýðræðislegar kosningar í félagasamtökum, húsfélögum, og stjórnmálaflokkum eru birtingarmyndir um frelsi samfélaga. Á sama tíma eigum við að berjast gegn ógnarstjórn og öllu ofbeldi eins og okkur er frekast unnt. Ég hef undanfarnar vikur getað fagnað því tækifæri sem mér hefur boðist að geta tekið á beinan þátt í lýðræðinu í bæjarfélaginu mínu Garðabæ og boðið fram þar. Í dag er prófkjör hjá Sjálfstæðisfélögunum í Garðabæ þar sem við flokksmenn munum velja frambjóðendur á lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Ég hef lagt áherslu í mínu framboði á að traustur rekstur bæjarins sé forsenda þess að við getum eflt samfélagið. Það er ekkert alltaf spennandi en þá er ágætt að minna á eftirfarandi. Með fjárhagslegu sjálfstæði lágum skuldum og traustum rekstri skapast tækifæri til að geta ráðist í metnaðarfull verkefni sem sumir geta aðeins látið sig dreyma um. Það þarf sterk bein til að tryggja jákvæða afkomu og hefur sú nálgun þeirra sem byggðu bæinn okkar verið blár þráður allt frá því að bærinn byggðist. Þráður sem við megum aldrei slíta. Sjálfur trúi ég á frelsi fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga og tel mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna vera að skapa umhverfi þar sem einkaframtakið fær notið sín í samvinnu við hið opinbera. Þar liggur grundvallarhugsjón sjálfstæðisstefnunnar að samfélög sem hverfist um frelsi einstaklingsins séu samfélög sem við eigum að stefna að. Sagan hefur líka sýnt okkur að slík samfélög ná árangri og bæta lífskjör allra. Ég hvet því alla sjálfstæðis- menn og konur í Garðabæ að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fer í dag. Besta leiðin til að efla lýðræðið er að taka þátt í því! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Almar Guðmundsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við erum rækilega minnt á það þessa dagana að frelsi okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Lýðræði er ekki sjálfsagður hlutur og við sjáum því miður þróun í þveröfuga átt við það sem maður hefði helst óskað. Við eigum því að fagna því að búa í frjálsu og opnu samfélagi og taka þátt í lýðræðinu. Lýðræðislegar kosningar í félagasamtökum, húsfélögum, og stjórnmálaflokkum eru birtingarmyndir um frelsi samfélaga. Á sama tíma eigum við að berjast gegn ógnarstjórn og öllu ofbeldi eins og okkur er frekast unnt. Ég hef undanfarnar vikur getað fagnað því tækifæri sem mér hefur boðist að geta tekið á beinan þátt í lýðræðinu í bæjarfélaginu mínu Garðabæ og boðið fram þar. Í dag er prófkjör hjá Sjálfstæðisfélögunum í Garðabæ þar sem við flokksmenn munum velja frambjóðendur á lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Ég hef lagt áherslu í mínu framboði á að traustur rekstur bæjarins sé forsenda þess að við getum eflt samfélagið. Það er ekkert alltaf spennandi en þá er ágætt að minna á eftirfarandi. Með fjárhagslegu sjálfstæði lágum skuldum og traustum rekstri skapast tækifæri til að geta ráðist í metnaðarfull verkefni sem sumir geta aðeins látið sig dreyma um. Það þarf sterk bein til að tryggja jákvæða afkomu og hefur sú nálgun þeirra sem byggðu bæinn okkar verið blár þráður allt frá því að bærinn byggðist. Þráður sem við megum aldrei slíta. Sjálfur trúi ég á frelsi fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga og tel mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna vera að skapa umhverfi þar sem einkaframtakið fær notið sín í samvinnu við hið opinbera. Þar liggur grundvallarhugsjón sjálfstæðisstefnunnar að samfélög sem hverfist um frelsi einstaklingsins séu samfélög sem við eigum að stefna að. Sagan hefur líka sýnt okkur að slík samfélög ná árangri og bæta lífskjör allra. Ég hvet því alla sjálfstæðis- menn og konur í Garðabæ að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fer í dag. Besta leiðin til að efla lýðræðið er að taka þátt í því! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar