Lýðræði í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 5. mars 2022 09:01 Við erum rækilega minnt á það þessa dagana að frelsi okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Lýðræði er ekki sjálfsagður hlutur og við sjáum því miður þróun í þveröfuga átt við það sem maður hefði helst óskað. Við eigum því að fagna því að búa í frjálsu og opnu samfélagi og taka þátt í lýðræðinu. Lýðræðislegar kosningar í félagasamtökum, húsfélögum, og stjórnmálaflokkum eru birtingarmyndir um frelsi samfélaga. Á sama tíma eigum við að berjast gegn ógnarstjórn og öllu ofbeldi eins og okkur er frekast unnt. Ég hef undanfarnar vikur getað fagnað því tækifæri sem mér hefur boðist að geta tekið á beinan þátt í lýðræðinu í bæjarfélaginu mínu Garðabæ og boðið fram þar. Í dag er prófkjör hjá Sjálfstæðisfélögunum í Garðabæ þar sem við flokksmenn munum velja frambjóðendur á lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Ég hef lagt áherslu í mínu framboði á að traustur rekstur bæjarins sé forsenda þess að við getum eflt samfélagið. Það er ekkert alltaf spennandi en þá er ágætt að minna á eftirfarandi. Með fjárhagslegu sjálfstæði lágum skuldum og traustum rekstri skapast tækifæri til að geta ráðist í metnaðarfull verkefni sem sumir geta aðeins látið sig dreyma um. Það þarf sterk bein til að tryggja jákvæða afkomu og hefur sú nálgun þeirra sem byggðu bæinn okkar verið blár þráður allt frá því að bærinn byggðist. Þráður sem við megum aldrei slíta. Sjálfur trúi ég á frelsi fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga og tel mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna vera að skapa umhverfi þar sem einkaframtakið fær notið sín í samvinnu við hið opinbera. Þar liggur grundvallarhugsjón sjálfstæðisstefnunnar að samfélög sem hverfist um frelsi einstaklingsins séu samfélög sem við eigum að stefna að. Sagan hefur líka sýnt okkur að slík samfélög ná árangri og bæta lífskjör allra. Ég hvet því alla sjálfstæðis- menn og konur í Garðabæ að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fer í dag. Besta leiðin til að efla lýðræðið er að taka þátt í því! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Almar Guðmundsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum rækilega minnt á það þessa dagana að frelsi okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Lýðræði er ekki sjálfsagður hlutur og við sjáum því miður þróun í þveröfuga átt við það sem maður hefði helst óskað. Við eigum því að fagna því að búa í frjálsu og opnu samfélagi og taka þátt í lýðræðinu. Lýðræðislegar kosningar í félagasamtökum, húsfélögum, og stjórnmálaflokkum eru birtingarmyndir um frelsi samfélaga. Á sama tíma eigum við að berjast gegn ógnarstjórn og öllu ofbeldi eins og okkur er frekast unnt. Ég hef undanfarnar vikur getað fagnað því tækifæri sem mér hefur boðist að geta tekið á beinan þátt í lýðræðinu í bæjarfélaginu mínu Garðabæ og boðið fram þar. Í dag er prófkjör hjá Sjálfstæðisfélögunum í Garðabæ þar sem við flokksmenn munum velja frambjóðendur á lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Ég hef lagt áherslu í mínu framboði á að traustur rekstur bæjarins sé forsenda þess að við getum eflt samfélagið. Það er ekkert alltaf spennandi en þá er ágætt að minna á eftirfarandi. Með fjárhagslegu sjálfstæði lágum skuldum og traustum rekstri skapast tækifæri til að geta ráðist í metnaðarfull verkefni sem sumir geta aðeins látið sig dreyma um. Það þarf sterk bein til að tryggja jákvæða afkomu og hefur sú nálgun þeirra sem byggðu bæinn okkar verið blár þráður allt frá því að bærinn byggðist. Þráður sem við megum aldrei slíta. Sjálfur trúi ég á frelsi fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga og tel mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna vera að skapa umhverfi þar sem einkaframtakið fær notið sín í samvinnu við hið opinbera. Þar liggur grundvallarhugsjón sjálfstæðisstefnunnar að samfélög sem hverfist um frelsi einstaklingsins séu samfélög sem við eigum að stefna að. Sagan hefur líka sýnt okkur að slík samfélög ná árangri og bæta lífskjör allra. Ég hvet því alla sjálfstæðis- menn og konur í Garðabæ að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fer í dag. Besta leiðin til að efla lýðræðið er að taka þátt í því! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun