Árborg veitir útungunarstöð íslenska landsliðsins 21 milljón í neyðarstyrk Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2022 11:03 Gríðarleg stemning var á Selfossi vorið 2019 þegar liðið varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn. Áhorfendur hafa hins vegar ekki mátt fylla höllina stóran hluta síðustu tveggja tímabila, og stórir fjáröflunarviðburðir ekki verið haldir vegna samkomutakmarkana. vísir Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að hlaupa undir bagga með handknattleiksdeild Selfoss og veita henni styrk upp á 21 milljón króna vegna tapreksturs síðustu missera, á tímum heimsfaraldurs. Rekstur handknattleiksdeildar Selfoss, sem verið hefur hálfgerð útungunarstöð fyrir íslenska karlalandsliðið eins og sást á EM í janúar, hefur verið afar erfiður. Samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hafa þar mikið að segja. Samkvæmt því sem fram kemur í samkomulagi félagsins við Árborg, sem bæjarráð ákvað í gær að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja, var 16 milljóna króna tap hjá deildinni árið 2021. Fyrirséð tap fyrri hluta ársins 2022 er svo 5 milljónir króna. Sveitarfélagið hefur nú ákveðið að bæta upp þetta tap með 21 milljónar króna styrk. Í staðinn fyrir styrkinn afsalar UMF Selfoss sér hins vegar eftirfarandi styrkjum til handknattleiksdeildarinnar á árunum 2023-2027: Styrk vegna starfsmanns deildarinnar sem árið 2021 var alls kr. 4.093.000 Styrk vegna reksturs mfl. handboltadeildar sem árið 2021 var kr. 1.300.000 Styrk vegna stöðu sem fyrirmyndarfélags, sem árið 2021 var kr. 500.000 Í samkomulagi Árborgar og Selfoss segir að ungmennafélagið muni fram til ársins 2027 þurfa að skila sveitarfélaginu skýrslu á sex mánaða fresti um rekstrarstöðu handknattleiksdeildarinnar. Þar segir jafnframt að allar deildir UMF Selfoss hafi veitt stjórn félagsins samþykki fyrir samkomulaginu. Deild sem á hlut í fjórðungi landsliðsins Í samkomulaginu segir að markmiðið með því sé að halda áfram því metnaðarfulla starfi sem á síðustu árum hefur meðal annars skilað Íslandsmeistaratitli og fjölda atvinnu- og landsliðsmanna. „Handboltadeild UMF Selfoss er íbúum sveitarfélagsins sameiningartákn og færir þeim fyrirmyndir sem stuðla að heilbrigðara samfélagi og sterkri sjálfsmynd,“ segir í samkomulaginu sem bæjarstjórinn Gísli H. Halldórsson og Viktor S. Pálsson, formaður UMF Selfoss, kvitta undir. Aðeins tæp þrjú ár eru síðan að karlalið Selfoss varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn. Eftir jafntefli gegn Gróttu í gær er liðið í 6. sæti Olís-deildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í vor. Fimm leikmenn í 20 manna lokahópi Íslands á EM í janúar numu sín handboltafræði á Selfossi. Kvennalið Selfoss er í 2. sæti Grill 66-deildarinnar, þremur stigum á eftir FH en með þrjá leiki til góða og á því góða möguleika á að komast aftur upp í efstu deild. Olís-deild karla UMF Selfoss Árborg Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Rekstur handknattleiksdeildar Selfoss, sem verið hefur hálfgerð útungunarstöð fyrir íslenska karlalandsliðið eins og sást á EM í janúar, hefur verið afar erfiður. Samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hafa þar mikið að segja. Samkvæmt því sem fram kemur í samkomulagi félagsins við Árborg, sem bæjarráð ákvað í gær að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja, var 16 milljóna króna tap hjá deildinni árið 2021. Fyrirséð tap fyrri hluta ársins 2022 er svo 5 milljónir króna. Sveitarfélagið hefur nú ákveðið að bæta upp þetta tap með 21 milljónar króna styrk. Í staðinn fyrir styrkinn afsalar UMF Selfoss sér hins vegar eftirfarandi styrkjum til handknattleiksdeildarinnar á árunum 2023-2027: Styrk vegna starfsmanns deildarinnar sem árið 2021 var alls kr. 4.093.000 Styrk vegna reksturs mfl. handboltadeildar sem árið 2021 var kr. 1.300.000 Styrk vegna stöðu sem fyrirmyndarfélags, sem árið 2021 var kr. 500.000 Í samkomulagi Árborgar og Selfoss segir að ungmennafélagið muni fram til ársins 2027 þurfa að skila sveitarfélaginu skýrslu á sex mánaða fresti um rekstrarstöðu handknattleiksdeildarinnar. Þar segir jafnframt að allar deildir UMF Selfoss hafi veitt stjórn félagsins samþykki fyrir samkomulaginu. Deild sem á hlut í fjórðungi landsliðsins Í samkomulaginu segir að markmiðið með því sé að halda áfram því metnaðarfulla starfi sem á síðustu árum hefur meðal annars skilað Íslandsmeistaratitli og fjölda atvinnu- og landsliðsmanna. „Handboltadeild UMF Selfoss er íbúum sveitarfélagsins sameiningartákn og færir þeim fyrirmyndir sem stuðla að heilbrigðara samfélagi og sterkri sjálfsmynd,“ segir í samkomulaginu sem bæjarstjórinn Gísli H. Halldórsson og Viktor S. Pálsson, formaður UMF Selfoss, kvitta undir. Aðeins tæp þrjú ár eru síðan að karlalið Selfoss varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn. Eftir jafntefli gegn Gróttu í gær er liðið í 6. sæti Olís-deildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í vor. Fimm leikmenn í 20 manna lokahópi Íslands á EM í janúar numu sín handboltafræði á Selfossi. Kvennalið Selfoss er í 2. sæti Grill 66-deildarinnar, þremur stigum á eftir FH en með þrjá leiki til góða og á því góða möguleika á að komast aftur upp í efstu deild.
Olís-deild karla UMF Selfoss Árborg Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita