Heiðarleiki eða stéttarsvik? Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 4. mars 2022 11:01 Um þessar mundir fara fram kosningar til formanns VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna. Við sem formenn tveggja stéttarfélaga sjómanna getum ekki annað en skrifað nokkur orð um þann formannsslag sem núna er í gangi. Við undirritaðir erum sannfærðir um að til þess að ná sem bestum samningum fyrir sjómenn þurfa sjómannafélögin að standa saman. Núna eru lausir kjarasamningar og sjómannafélögin hafa unnið náið og vel saman og er það að öðrum ólöstuðum að miklu leyti Guðmundi Helga, núverandi formanni VM, að þakka. Hann hefur með lagni náð að kalla saman öll félögin að borðinu, Guðmundur er tilbúinn að hlusta á sjónarmið allra og er fyrst og fremst mikill baráttumaður fyrir kjörum sinna manna. Viljum við því hvetja félagsmenn VM til þess að fylkja sér að baki núverandi formanni. Sterkt umboð til hans mun styrkja okkur við kjarasamningaborðið – um það erum við sannfærðir. Guðmundur fyrrverandi Annar af mótframbjóðendum Guðmundar Helga er fyrrverandi formaður VM Guðmundur Ragnarsson, en undirritaðir unnu báðir með honum í síðustu kjarasamningum. Það er okkar reynsla að Guðmundur Ragnarsson er ekki maður sátta, erfitt sé að taka mark á því sem hann segir, og oft og tíðum var hann hallur undir málflutning útgerðarmanna. Það kom svo í ljós fyrir rúmum þremur árum að Guðmundur Ragnarsson er bæði óheiðarlegur og ekki síst stéttarsvikari þegar hann réð sig í vinnu til Guðmundar í Brim og átti að selja stéttarfélögum sjómanna þá hugmynd að lækka laun frystitogarasjómanna. Um þetta höfum við gögn þarsem kemur m.a fram að lækka þurfi launahlutfall áhafna úr 38-43% í 30-32%. Auðvitað vísuðum við þessum hugmyndum Guðmundar til föðurhúsanna en höfum jafnframt áhyggjur af því að maður eins og hann gæti komist til áhrifa aftur hjá stéttarfélagi sjómanna. Maður sem finnst það frábær hugmynd að lækka laun sjómanna um 30% á hvert veitt kg. Við skrifum þessi orð þar sem okkur finnst mikilvægt fyrir félagsmenn VM að vita hvaða valkosti þeir standa frammi fyrir. Einar Hannes Harðarson er formaður sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur. Bergur Þorkelsson er formaður sjómannafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fara fram kosningar til formanns VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna. Við sem formenn tveggja stéttarfélaga sjómanna getum ekki annað en skrifað nokkur orð um þann formannsslag sem núna er í gangi. Við undirritaðir erum sannfærðir um að til þess að ná sem bestum samningum fyrir sjómenn þurfa sjómannafélögin að standa saman. Núna eru lausir kjarasamningar og sjómannafélögin hafa unnið náið og vel saman og er það að öðrum ólöstuðum að miklu leyti Guðmundi Helga, núverandi formanni VM, að þakka. Hann hefur með lagni náð að kalla saman öll félögin að borðinu, Guðmundur er tilbúinn að hlusta á sjónarmið allra og er fyrst og fremst mikill baráttumaður fyrir kjörum sinna manna. Viljum við því hvetja félagsmenn VM til þess að fylkja sér að baki núverandi formanni. Sterkt umboð til hans mun styrkja okkur við kjarasamningaborðið – um það erum við sannfærðir. Guðmundur fyrrverandi Annar af mótframbjóðendum Guðmundar Helga er fyrrverandi formaður VM Guðmundur Ragnarsson, en undirritaðir unnu báðir með honum í síðustu kjarasamningum. Það er okkar reynsla að Guðmundur Ragnarsson er ekki maður sátta, erfitt sé að taka mark á því sem hann segir, og oft og tíðum var hann hallur undir málflutning útgerðarmanna. Það kom svo í ljós fyrir rúmum þremur árum að Guðmundur Ragnarsson er bæði óheiðarlegur og ekki síst stéttarsvikari þegar hann réð sig í vinnu til Guðmundar í Brim og átti að selja stéttarfélögum sjómanna þá hugmynd að lækka laun frystitogarasjómanna. Um þetta höfum við gögn þarsem kemur m.a fram að lækka þurfi launahlutfall áhafna úr 38-43% í 30-32%. Auðvitað vísuðum við þessum hugmyndum Guðmundar til föðurhúsanna en höfum jafnframt áhyggjur af því að maður eins og hann gæti komist til áhrifa aftur hjá stéttarfélagi sjómanna. Maður sem finnst það frábær hugmynd að lækka laun sjómanna um 30% á hvert veitt kg. Við skrifum þessi orð þar sem okkur finnst mikilvægt fyrir félagsmenn VM að vita hvaða valkosti þeir standa frammi fyrir. Einar Hannes Harðarson er formaður sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur. Bergur Þorkelsson er formaður sjómannafélag Íslands.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar