Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2022 08:46 Kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu og sér Úkraínumönnum fyrir um fjórðungi allrar orku landsins. Wikimedia Commons/Ralf1969 Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. Árásir innrásarhersins á kjarnorkuverið hafa vakið hörð viðbrögð út um allan heim og áköll eftir aukinni aðkomu Atlantshafsbandalagsins að átökunum sem nú standa yfir víðsvegar um Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Rússa á kjarnorkuverið og kallað eftir því að öllum átökum verði hætt á svæðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að árásirnar á verið væru ógn við alla Evrópu. Leiðtogarnir þrír hafa allir rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, frá því að eldur braust út í kjarnorkuverinu í nótt. Yfirvöld í Úkraínu greindu frá því að Rússar hefðu reynt að hamla slökkvistarfinu en þó náðist að ráða að niðurlögum eldsins á um fjórum tímum. Hann kom upp í „æfingahúsnæði“ og er sagður hafa logað á þremur hæðum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin virkjaði viðbragðsáætlun í kjölfar fregna af árásunum og eldsvoðanum. Sérfræðingar í Úkraínu segja þó ekki hættu á ferðum eins og er og að kjarnakljúfar versins, sem eru sex talsins, séu vel varðir. Hætta gæti hins vegar skapast ef rafmagn fer af kælibúnaðinum. Erlendir miðlar hafa eftir þeim sem þekkja til að um sé að ræða fordæmalausar aðgerðir af hálfu Rússa, það er að segja að gera árás á kjarnorkuver, og að illa gæti farið. BBC hefur þó eftir Graham Allison, kjarnorkuöryggissérfræðingi við Harvard University, að meiri líkur væru á því að Rússar freistuðu þess að loka fyrir orkuframleiðslu á svæðinu frekar en að þeir hefðu áhuga á því að valda kjarnorkuslysi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Kjarnorka Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Árásir innrásarhersins á kjarnorkuverið hafa vakið hörð viðbrögð út um allan heim og áköll eftir aukinni aðkomu Atlantshafsbandalagsins að átökunum sem nú standa yfir víðsvegar um Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Rússa á kjarnorkuverið og kallað eftir því að öllum átökum verði hætt á svæðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að árásirnar á verið væru ógn við alla Evrópu. Leiðtogarnir þrír hafa allir rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, frá því að eldur braust út í kjarnorkuverinu í nótt. Yfirvöld í Úkraínu greindu frá því að Rússar hefðu reynt að hamla slökkvistarfinu en þó náðist að ráða að niðurlögum eldsins á um fjórum tímum. Hann kom upp í „æfingahúsnæði“ og er sagður hafa logað á þremur hæðum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin virkjaði viðbragðsáætlun í kjölfar fregna af árásunum og eldsvoðanum. Sérfræðingar í Úkraínu segja þó ekki hættu á ferðum eins og er og að kjarnakljúfar versins, sem eru sex talsins, séu vel varðir. Hætta gæti hins vegar skapast ef rafmagn fer af kælibúnaðinum. Erlendir miðlar hafa eftir þeim sem þekkja til að um sé að ræða fordæmalausar aðgerðir af hálfu Rússa, það er að segja að gera árás á kjarnorkuver, og að illa gæti farið. BBC hefur þó eftir Graham Allison, kjarnorkuöryggissérfræðingi við Harvard University, að meiri líkur væru á því að Rússar freistuðu þess að loka fyrir orkuframleiðslu á svæðinu frekar en að þeir hefðu áhuga á því að valda kjarnorkuslysi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Kjarnorka Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira