Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2022 08:46 Kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu og sér Úkraínumönnum fyrir um fjórðungi allrar orku landsins. Wikimedia Commons/Ralf1969 Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. Árásir innrásarhersins á kjarnorkuverið hafa vakið hörð viðbrögð út um allan heim og áköll eftir aukinni aðkomu Atlantshafsbandalagsins að átökunum sem nú standa yfir víðsvegar um Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Rússa á kjarnorkuverið og kallað eftir því að öllum átökum verði hætt á svæðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að árásirnar á verið væru ógn við alla Evrópu. Leiðtogarnir þrír hafa allir rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, frá því að eldur braust út í kjarnorkuverinu í nótt. Yfirvöld í Úkraínu greindu frá því að Rússar hefðu reynt að hamla slökkvistarfinu en þó náðist að ráða að niðurlögum eldsins á um fjórum tímum. Hann kom upp í „æfingahúsnæði“ og er sagður hafa logað á þremur hæðum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin virkjaði viðbragðsáætlun í kjölfar fregna af árásunum og eldsvoðanum. Sérfræðingar í Úkraínu segja þó ekki hættu á ferðum eins og er og að kjarnakljúfar versins, sem eru sex talsins, séu vel varðir. Hætta gæti hins vegar skapast ef rafmagn fer af kælibúnaðinum. Erlendir miðlar hafa eftir þeim sem þekkja til að um sé að ræða fordæmalausar aðgerðir af hálfu Rússa, það er að segja að gera árás á kjarnorkuver, og að illa gæti farið. BBC hefur þó eftir Graham Allison, kjarnorkuöryggissérfræðingi við Harvard University, að meiri líkur væru á því að Rússar freistuðu þess að loka fyrir orkuframleiðslu á svæðinu frekar en að þeir hefðu áhuga á því að valda kjarnorkuslysi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Kjarnorka Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira
Árásir innrásarhersins á kjarnorkuverið hafa vakið hörð viðbrögð út um allan heim og áköll eftir aukinni aðkomu Atlantshafsbandalagsins að átökunum sem nú standa yfir víðsvegar um Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Rússa á kjarnorkuverið og kallað eftir því að öllum átökum verði hætt á svæðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að árásirnar á verið væru ógn við alla Evrópu. Leiðtogarnir þrír hafa allir rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, frá því að eldur braust út í kjarnorkuverinu í nótt. Yfirvöld í Úkraínu greindu frá því að Rússar hefðu reynt að hamla slökkvistarfinu en þó náðist að ráða að niðurlögum eldsins á um fjórum tímum. Hann kom upp í „æfingahúsnæði“ og er sagður hafa logað á þremur hæðum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin virkjaði viðbragðsáætlun í kjölfar fregna af árásunum og eldsvoðanum. Sérfræðingar í Úkraínu segja þó ekki hættu á ferðum eins og er og að kjarnakljúfar versins, sem eru sex talsins, séu vel varðir. Hætta gæti hins vegar skapast ef rafmagn fer af kælibúnaðinum. Erlendir miðlar hafa eftir þeim sem þekkja til að um sé að ræða fordæmalausar aðgerðir af hálfu Rússa, það er að segja að gera árás á kjarnorkuver, og að illa gæti farið. BBC hefur þó eftir Graham Allison, kjarnorkuöryggissérfræðingi við Harvard University, að meiri líkur væru á því að Rússar freistuðu þess að loka fyrir orkuframleiðslu á svæðinu frekar en að þeir hefðu áhuga á því að valda kjarnorkuslysi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Kjarnorka Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira