Rússar hafa sótt inn í Úkraínu og náð að minnsta kosti einni borg á sitt vald, Kherson í suðurhluta Úkraínu.
Gerðar hafa verið loftárásir á aðrar stórborgir, þar á meðal Kænugarð, höfuðborgina. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi látist í átökunum og fullyrða Úkraínumenn að tæplega tíu þúsund rússneskir hermenn hafi fallið.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fór Heimir Már Pétursson yfir atburði síðustu viku á myndrænan hátt, þar sem hann sýndi stöðuna í Úkraínu eins og hún er í dag, eftir einnar viku átök.
Sjá yfirferð Heimis Más í myndbandinu hér að neðan. Þá er fylgst með öllum helstu vendingum í vaktinni á Vísi, sem nálgast má hér.