Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2022 19:21 Kona og barn koma yfir landamærin frá Úkraínu til Medykaí Pólandi í dag. Nú hefur um ein milljón manna flúið vestur yfir landamærin undan innrás Rússa. AP/Markus Schreiber Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. Stríðið í Úkraínu sem hófst með innrás Rússa úr norðri, austri og suðri hefur nú staðið yfir í viku. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið í landinu og Úkraínumenn fullyrða að þeir hafi fellt allt að níu þúsund rússneska hermenn. Grafík/Kristján Pétur Jónsson Rússar hafa ráðist að öllum helstu bogum landsins með stórskotaliði og flugskeytum. Fyrir utan mannfallið hafa miklar skemmdir orðið á mannvirkjum. Hafnarborgin Kherson norðvestur af Krím er nú á valdi Rússa sem segjast einnig hafa hafnarborgina Mariupol norðaustur af Krím á valdi sínu. Borgin hefur orðið fyrir látlausum loftárásum og þótt Rússar hafi lokað fyrir vatn, hita og rafmagn til hennar berjast íbúarnir enn við innrásarliðið og neita að gefast upp. Farið var yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekar að markmiðið með innrásinu sé að splundra Úkraínuher og nasismanum í Úkraínu og á honum er að heyra að síðan falli allt í ljúfa löð. „Eftir að þessum átökum sem Úkraínumenn hófu og við erum að reyna að stöðva lýkur, verða Úkraínumenn sjálfir að ákveða hvert þeir stefna í framhaldinu,“ segir Lavrov Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir að almenningur í Úkraínu verði að ákveða framtíð sína eftir að Rússar hafa splundrað her landsins og útrýmt nasismanum þar, eins og ráðherrann orðar það.AP/Alexander Zemlianichenko Á Krímskaga þýddi þessi málflutningur að Rússar skipulögðu þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland sem varla fannst maður á móti á öllum skaganum og í framhaldinu varð Krím hluti af Rússlandi. Engan bilbug er að finna á Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu sem fagnar liðsauka frá öðrum löndum. Nú þegar hafi sextán þúsund útlendingar boðið sig fram til baráttu með Úkraínuher. Zelensky forseti segir önnur nágrannaríki Rússlands næst ef Úkraína fellur sem hann er hins vegar staðráðinn í að láta ekki gerast. Enda berjist Rússar við fjörtíu milljóna þjóð en ekki aðeins her Úkraínu.Getty/Úkraínska forsetaembættið „Endalausar eldflauga og sprengjuárásir á borgir okkar eru sönnun þess þeim hefur ekki tekist aðná neinu teljandi af landi okkur. Allar varnarlínur eru öruggar. Óvinurinn hefur ekki náðneinum taktískum árangri. Hann er vonsvikinn og ráðviltur. Kænugarður lifði enn eina nóttina af og einn eina sprengju- og flugskeytaárásina,“sagði Zelensky í dag. En hann varaði umheiminn jafnfram viða fleiðingum þess ef Úkraína lifir innrásina ekki af. Þá væru Eistland, Lettland, Litháen, Moldova, Georgía og Pólland næst. Úkraínumenn krefðust þess að lofthelgi Úkraínu verði lokað til að vernda óbreytta borgara fyrir loftárásum Rússa. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkjanna í vestri. Það eru aðallega konur og börn þvíætlast er til að karlmenn frá átján ára til sextugs grípi til vopna og þeir fá ekki að yfirgefa landið samkvæmt neyðarlögum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira
Stríðið í Úkraínu sem hófst með innrás Rússa úr norðri, austri og suðri hefur nú staðið yfir í viku. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið í landinu og Úkraínumenn fullyrða að þeir hafi fellt allt að níu þúsund rússneska hermenn. Grafík/Kristján Pétur Jónsson Rússar hafa ráðist að öllum helstu bogum landsins með stórskotaliði og flugskeytum. Fyrir utan mannfallið hafa miklar skemmdir orðið á mannvirkjum. Hafnarborgin Kherson norðvestur af Krím er nú á valdi Rússa sem segjast einnig hafa hafnarborgina Mariupol norðaustur af Krím á valdi sínu. Borgin hefur orðið fyrir látlausum loftárásum og þótt Rússar hafi lokað fyrir vatn, hita og rafmagn til hennar berjast íbúarnir enn við innrásarliðið og neita að gefast upp. Farið var yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekar að markmiðið með innrásinu sé að splundra Úkraínuher og nasismanum í Úkraínu og á honum er að heyra að síðan falli allt í ljúfa löð. „Eftir að þessum átökum sem Úkraínumenn hófu og við erum að reyna að stöðva lýkur, verða Úkraínumenn sjálfir að ákveða hvert þeir stefna í framhaldinu,“ segir Lavrov Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir að almenningur í Úkraínu verði að ákveða framtíð sína eftir að Rússar hafa splundrað her landsins og útrýmt nasismanum þar, eins og ráðherrann orðar það.AP/Alexander Zemlianichenko Á Krímskaga þýddi þessi málflutningur að Rússar skipulögðu þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland sem varla fannst maður á móti á öllum skaganum og í framhaldinu varð Krím hluti af Rússlandi. Engan bilbug er að finna á Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu sem fagnar liðsauka frá öðrum löndum. Nú þegar hafi sextán þúsund útlendingar boðið sig fram til baráttu með Úkraínuher. Zelensky forseti segir önnur nágrannaríki Rússlands næst ef Úkraína fellur sem hann er hins vegar staðráðinn í að láta ekki gerast. Enda berjist Rússar við fjörtíu milljóna þjóð en ekki aðeins her Úkraínu.Getty/Úkraínska forsetaembættið „Endalausar eldflauga og sprengjuárásir á borgir okkar eru sönnun þess þeim hefur ekki tekist aðná neinu teljandi af landi okkur. Allar varnarlínur eru öruggar. Óvinurinn hefur ekki náðneinum taktískum árangri. Hann er vonsvikinn og ráðviltur. Kænugarður lifði enn eina nóttina af og einn eina sprengju- og flugskeytaárásina,“sagði Zelensky í dag. En hann varaði umheiminn jafnfram viða fleiðingum þess ef Úkraína lifir innrásina ekki af. Þá væru Eistland, Lettland, Litháen, Moldova, Georgía og Pólland næst. Úkraínumenn krefðust þess að lofthelgi Úkraínu verði lokað til að vernda óbreytta borgara fyrir loftárásum Rússa. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkjanna í vestri. Það eru aðallega konur og börn þvíætlast er til að karlmenn frá átján ára til sextugs grípi til vopna og þeir fá ekki að yfirgefa landið samkvæmt neyðarlögum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira