Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 15:14 Rússar og Hvítrússar geta ekki lengur keypt sér maltnesk vegabréf. Getty/Baris Seckin Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. Malta er aðildarríki að Evrópusambandinu, sem hefur hert verulega viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og Hvíta-Rússlandi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa AP greinir frá. Vegabréfaprógrammið hefur verið harðlega gagnrýnt en með því að sækja um slíkt vegabréf fá einstaklingar ríkisborgararétt á Möltu og hefur prógrammið verið einn helsti tekjustofn maltneska ríkisins frá árinu 2014. Margir evrópskir viðskiptamenn hafa nýtt sér gyllta vegabréfið til að kaupa sér ríkisborgararétt að Evrópusambandinu. Maltneska ríkið segir í yfirlýsingu að enginn þeirra, sem keypt hafa sér ríkisborgararétt með þessum hætti, sé á lista Evrópusambandsins yfir þá sem beittir eru viðskiptaþvingunum í sambandi við stríðið í Úkraínu. Með vegabréfaprógramminu fá erlendir ríkisborgarar þriggja ára ríkisborgararétt á Möltu en fyrir það þurfa þeir að greiða 600 þúsund evrur. Þá geta þeir greitt 750 þúsund evrur og keypt húsnæði fyrir 700 þúsund evrur fyrir tólf mánaða ríkisborgararétt. Malta Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley. 2. mars 2022 08:01 Vaktin: „Ef við streitumst á móti, ætla þeir að þurrka út bæinn með stórskotaliði“ Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Forseti Evrópuþingsins segir Putin verða dreginn til ábyrgðar Forseti Úkraínu sakar Rússa um hryðjuverk eftir eldflaugaárás á miðborg næst stærstu borgar landsins í dag. Forseti Evrópuþingsins segir forseta Rússlands og Hvítarússlands verða dregna til ábyrgðar vegna stríðsins í Úkraínu. 1. mars 2022 19:21 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Malta er aðildarríki að Evrópusambandinu, sem hefur hert verulega viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og Hvíta-Rússlandi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa AP greinir frá. Vegabréfaprógrammið hefur verið harðlega gagnrýnt en með því að sækja um slíkt vegabréf fá einstaklingar ríkisborgararétt á Möltu og hefur prógrammið verið einn helsti tekjustofn maltneska ríkisins frá árinu 2014. Margir evrópskir viðskiptamenn hafa nýtt sér gyllta vegabréfið til að kaupa sér ríkisborgararétt að Evrópusambandinu. Maltneska ríkið segir í yfirlýsingu að enginn þeirra, sem keypt hafa sér ríkisborgararétt með þessum hætti, sé á lista Evrópusambandsins yfir þá sem beittir eru viðskiptaþvingunum í sambandi við stríðið í Úkraínu. Með vegabréfaprógramminu fá erlendir ríkisborgarar þriggja ára ríkisborgararétt á Möltu en fyrir það þurfa þeir að greiða 600 þúsund evrur. Þá geta þeir greitt 750 þúsund evrur og keypt húsnæði fyrir 700 þúsund evrur fyrir tólf mánaða ríkisborgararétt.
Malta Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley. 2. mars 2022 08:01 Vaktin: „Ef við streitumst á móti, ætla þeir að þurrka út bæinn með stórskotaliði“ Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Forseti Evrópuþingsins segir Putin verða dreginn til ábyrgðar Forseti Úkraínu sakar Rússa um hryðjuverk eftir eldflaugaárás á miðborg næst stærstu borgar landsins í dag. Forseti Evrópuþingsins segir forseta Rússlands og Hvítarússlands verða dregna til ábyrgðar vegna stríðsins í Úkraínu. 1. mars 2022 19:21 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley. 2. mars 2022 08:01
Vaktin: „Ef við streitumst á móti, ætla þeir að þurrka út bæinn með stórskotaliði“ Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49
Forseti Evrópuþingsins segir Putin verða dreginn til ábyrgðar Forseti Úkraínu sakar Rússa um hryðjuverk eftir eldflaugaárás á miðborg næst stærstu borgar landsins í dag. Forseti Evrópuþingsins segir forseta Rússlands og Hvítarússlands verða dregna til ábyrgðar vegna stríðsins í Úkraínu. 1. mars 2022 19:21