„Við erum í fyrsta skipti að eiga landslið sem er með alvöru breidd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 09:31 Valdimar Grímsson ræðir hér við Gaupa en þekkjast vel frá gullárunum með íslenska landsliðinu á níunda áratugnum. S2 Sport Guðjón Guðmundsson ræddi við einn markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi í nýjasta innslagi sínu í Seinni bylgjunni. Valdimar Grímsson hefur enn mikla ástríðu fyrir handboltanum og hann hefur líka sterkar skoðanir. „Við Íslendingar höfum átt marga frábæra leikmenn í gegnum tíðina. Hér á eftir er komið að hinum eina sanna Valdimari Grímssyni. Við segjum einfaldlega skál í boðinu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Valdimar lék með Val, KA og Selfossi hér heima og varð fyrsti leikmaðurinn til að skora þúsund mörk í efstu deild á Íslandi. Valdimar var líka atvinnumaður með Wuppertal í Þýskalandi. Hann skoraði alls 940 mörk í 271 landsleik fyrir Ísland og er fjórði markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Valdimar hefur góðan samanburð á Olís-deildinni í dag og þegar Valur var með sannkallað stórlið á sínum tíma. Gaupi vildi fá að vita hvort liðin í dag væru betri en Valdimar var ekki á því. Vorum með eina bestu deild Evrópu „Mér fannst deildin frá 1984 til 1992-93 vera ein af bestu deildum Evrópu. Þá var einn útlendingur leyfður og við vorum með alla okkar Íslendinga hér. Við vorum líka að fara í undanúrslit og úrslit í Evrópukeppninni og upplifðum alveg ótrúlega drauma,“ sagði Valdimar Grímsson. „Svo þegar flóðgáttir opna þá fór héðan heil fyrstu deild erlendis. Deildin bara hvarf hérna á tveimur til þremur árum og deildin varð, verð ég að segja, mjög slök. Mér finnst núna síðastliðin þrjú til fjögur ár hún vera að styrkjast og styrkjast hratt,“ sagði Valdimar. „Það er orðið gaman að sjá hvað breiddin er að aukast þó svo að við séum með heila fyrstu deild úti,“ sagði Valdimar en eru liðin í dag betri en þau voru þegar hann var í þessu? Klippa: Seinni bylgjan: Eina með Valdimari Grímssyni Menn eru farnir að hugsa aðeins stærra „Nei þau eru ekki komin þangað. Ég segi það að það er stutt í það að við förum að sjá það. Það eru orðin hugarfarsbreyting í boltanum því menn eru farnir að hugsa aðeins stærra og liðin eru aftur komin í Evrópukeppni. Það eru að byrja koma fjármagnsmenn að styrkja deildirnar meira og það er hugur í mönnum um að styrkja liðin enn frekar,“ sagði Valdimar. „Ég held að það sé mjög stutt í það að við förum að eignast lið sem gerir tilkall til að komast í Meistaradeildina. Það er rosalega mikið af spennandi mönnum að koma,“ sagði Valdimar. Þetta er liðið okkar „Ef maður hugsar þetta út frá landsliðinu þá eigum við þetta tímabil þar sem þjóðin stendur upp með okkur 1984 til 1986, aftur 1992, 1997 og 2008. Við erum búin að eiga með tíu ára millibili tímabil þar sem þjóðin segir: Þetta er liðið okkar. Núna sýndi þetta lið í Ungverjalandi að þetta er liðið okkar,“ sagði Valdimar. „Það sem mér finnst vera meira spennandi við þetta lið en öll hin liðin á undan er að það er slatti af mönnum sem eru á kantinum sem eiga bullandi tilkall í að vera með liðinu. Við erum í fyrsta skipti að eiga landslið sem er með alvöru breidd,“ sagði Valdimar. Gaupi spurði Valdimar líka út í það þegar hann skammaði Bjarka Má Elísson þegar landsliðsmaðurinn spilaði með Lemgo á móti Val í Evrópukeppninni. Björgvin Páll Gústavsson fékk þá rautt spjald fyrir að fara í Bjarka. „Manni er heitt í hamsi þegar maður sér eitthvað ósanngjarnt inn á vellinum. Okkar besti hornamaður í dag fannst mér fara illa með litla liðið með því að sækja rautt spjald í stað þess að einbeita sér að því að vinna leikinn,“ sagði Valdimar. Stundum þunglyndur og neikvæður en í dag er ég bjartsýnn Gaupi heyrði á Valdimar að hann losnar ekki við handboltabakertíuna. „Nei maður hefur alltaf gaman af þessu. Einu sinni verið í þessu og þá er maður það alltaf. Ég hef alltaf skoðanir, get stundum verið þunglyndur og neikvæður en stundum er maður bjartsýnn. Í dag er ég bjartsýnn,“ sagði Valdimar. Það má finna allt innslagið hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
„Við Íslendingar höfum átt marga frábæra leikmenn í gegnum tíðina. Hér á eftir er komið að hinum eina sanna Valdimari Grímssyni. Við segjum einfaldlega skál í boðinu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Valdimar lék með Val, KA og Selfossi hér heima og varð fyrsti leikmaðurinn til að skora þúsund mörk í efstu deild á Íslandi. Valdimar var líka atvinnumaður með Wuppertal í Þýskalandi. Hann skoraði alls 940 mörk í 271 landsleik fyrir Ísland og er fjórði markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Valdimar hefur góðan samanburð á Olís-deildinni í dag og þegar Valur var með sannkallað stórlið á sínum tíma. Gaupi vildi fá að vita hvort liðin í dag væru betri en Valdimar var ekki á því. Vorum með eina bestu deild Evrópu „Mér fannst deildin frá 1984 til 1992-93 vera ein af bestu deildum Evrópu. Þá var einn útlendingur leyfður og við vorum með alla okkar Íslendinga hér. Við vorum líka að fara í undanúrslit og úrslit í Evrópukeppninni og upplifðum alveg ótrúlega drauma,“ sagði Valdimar Grímsson. „Svo þegar flóðgáttir opna þá fór héðan heil fyrstu deild erlendis. Deildin bara hvarf hérna á tveimur til þremur árum og deildin varð, verð ég að segja, mjög slök. Mér finnst núna síðastliðin þrjú til fjögur ár hún vera að styrkjast og styrkjast hratt,“ sagði Valdimar. „Það er orðið gaman að sjá hvað breiddin er að aukast þó svo að við séum með heila fyrstu deild úti,“ sagði Valdimar en eru liðin í dag betri en þau voru þegar hann var í þessu? Klippa: Seinni bylgjan: Eina með Valdimari Grímssyni Menn eru farnir að hugsa aðeins stærra „Nei þau eru ekki komin þangað. Ég segi það að það er stutt í það að við förum að sjá það. Það eru orðin hugarfarsbreyting í boltanum því menn eru farnir að hugsa aðeins stærra og liðin eru aftur komin í Evrópukeppni. Það eru að byrja koma fjármagnsmenn að styrkja deildirnar meira og það er hugur í mönnum um að styrkja liðin enn frekar,“ sagði Valdimar. „Ég held að það sé mjög stutt í það að við förum að eignast lið sem gerir tilkall til að komast í Meistaradeildina. Það er rosalega mikið af spennandi mönnum að koma,“ sagði Valdimar. Þetta er liðið okkar „Ef maður hugsar þetta út frá landsliðinu þá eigum við þetta tímabil þar sem þjóðin stendur upp með okkur 1984 til 1986, aftur 1992, 1997 og 2008. Við erum búin að eiga með tíu ára millibili tímabil þar sem þjóðin segir: Þetta er liðið okkar. Núna sýndi þetta lið í Ungverjalandi að þetta er liðið okkar,“ sagði Valdimar. „Það sem mér finnst vera meira spennandi við þetta lið en öll hin liðin á undan er að það er slatti af mönnum sem eru á kantinum sem eiga bullandi tilkall í að vera með liðinu. Við erum í fyrsta skipti að eiga landslið sem er með alvöru breidd,“ sagði Valdimar. Gaupi spurði Valdimar líka út í það þegar hann skammaði Bjarka Má Elísson þegar landsliðsmaðurinn spilaði með Lemgo á móti Val í Evrópukeppninni. Björgvin Páll Gústavsson fékk þá rautt spjald fyrir að fara í Bjarka. „Manni er heitt í hamsi þegar maður sér eitthvað ósanngjarnt inn á vellinum. Okkar besti hornamaður í dag fannst mér fara illa með litla liðið með því að sækja rautt spjald í stað þess að einbeita sér að því að vinna leikinn,“ sagði Valdimar. Stundum þunglyndur og neikvæður en í dag er ég bjartsýnn Gaupi heyrði á Valdimar að hann losnar ekki við handboltabakertíuna. „Nei maður hefur alltaf gaman af þessu. Einu sinni verið í þessu og þá er maður það alltaf. Ég hef alltaf skoðanir, get stundum verið þunglyndur og neikvæður en stundum er maður bjartsýnn. Í dag er ég bjartsýnn,“ sagði Valdimar. Það má finna allt innslagið hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira