Vaktin: Ísland á meðal ríkja sem vísa meintum stríðsglæpum Rússa til rannsóknar Alþjóðasakamáladómstólsins Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 2. mars 2022 06:49 Úkraínskir hermenn undirbúa varnir Kænugarðs. Diego Herrera/Europa Press via Getty Images) Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Staðan á sjöunda degi innrásarinnar: Harðir bardagar standa yfir í borginni Kharkív eftir að rússneskar hersveitir lentu þar í nótt. Rússar hafa verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Hin 64 kílómetra langa hergagnalest Rússa stefnir enn í átt að Kænugarði. Harðir bardagar geisa einnig í og við Mariupol í suðurhluta landsins þar sem Rússar segjast hafa náð tökum á borginn Kherson. Hlutabréfamarkaður Moskvu er enn lokaður, þriðja daginn í röð. Miðlurum hefur verið bannað að fara að óskum erlendra viðskiptavina sem vilja selja bréf sín í rússneskum fyrirtækjum. Úkraínumenn segjast hafa stöðvað tilraun til að ráða forseta Úkraínu af dögum. Frekari viðræður milli Rússa og Úkraínumanna fara mögulega fram í dag. Ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum reyna að átta sig á hugarástandi Pútíns, sem sagður er einangraður og með ofsóknaræði. Sérfræðingar og ráðamenn átta sig ekki á því hvar rússneski flugherinn er. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni í nótt að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði látinn gjalda fyrir aðgerðir sínar gegn Úkraínu. Biden sagði söguna hafa kennt okkur að þegar einræðisherrar væru ekki látnir sæta ábyrgð, héldu þeir áfram að valda ringulreið. Alexei Navalní hefur kallað eftir umfangsmiklum mótmælum í Rússlandi. Evrópusambandið boðar hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi vegna aðkomu þeirra að innrásinni. Yfirvöld í Úkraínu segja minnst tvö þúsund almenna borgara hafa fallið í árásum Rússa frá upphafi innrásarinnar. Dagurinn í dag er sá versti frá því að stríðið byrjaði. Harðir bardagar hafa verið háðir í Kharkív, Kherson og Mariupol og ekkert lát á stórskota og eldflaugaárásum Rússa. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðdegis harðorða ályktun þar sem innrásin var fordæmd og þess krafist að rússneskt herlið yrði dregið til baka. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem lagði ályktunina fram. Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur hafið rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu eftir að 38 ríki, þar á meðal Ísland, vísuðu slíkum málum til dómstólsins. Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hér má finna vakt gærdagsins, 1. mars.
Staðan á sjöunda degi innrásarinnar: Harðir bardagar standa yfir í borginni Kharkív eftir að rússneskar hersveitir lentu þar í nótt. Rússar hafa verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Hin 64 kílómetra langa hergagnalest Rússa stefnir enn í átt að Kænugarði. Harðir bardagar geisa einnig í og við Mariupol í suðurhluta landsins þar sem Rússar segjast hafa náð tökum á borginn Kherson. Hlutabréfamarkaður Moskvu er enn lokaður, þriðja daginn í röð. Miðlurum hefur verið bannað að fara að óskum erlendra viðskiptavina sem vilja selja bréf sín í rússneskum fyrirtækjum. Úkraínumenn segjast hafa stöðvað tilraun til að ráða forseta Úkraínu af dögum. Frekari viðræður milli Rússa og Úkraínumanna fara mögulega fram í dag. Ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum reyna að átta sig á hugarástandi Pútíns, sem sagður er einangraður og með ofsóknaræði. Sérfræðingar og ráðamenn átta sig ekki á því hvar rússneski flugherinn er. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni í nótt að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði látinn gjalda fyrir aðgerðir sínar gegn Úkraínu. Biden sagði söguna hafa kennt okkur að þegar einræðisherrar væru ekki látnir sæta ábyrgð, héldu þeir áfram að valda ringulreið. Alexei Navalní hefur kallað eftir umfangsmiklum mótmælum í Rússlandi. Evrópusambandið boðar hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi vegna aðkomu þeirra að innrásinni. Yfirvöld í Úkraínu segja minnst tvö þúsund almenna borgara hafa fallið í árásum Rússa frá upphafi innrásarinnar. Dagurinn í dag er sá versti frá því að stríðið byrjaði. Harðir bardagar hafa verið háðir í Kharkív, Kherson og Mariupol og ekkert lát á stórskota og eldflaugaárásum Rússa. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðdegis harðorða ályktun þar sem innrásin var fordæmd og þess krafist að rússneskt herlið yrði dregið til baka. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem lagði ályktunina fram. Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur hafið rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu eftir að 38 ríki, þar á meðal Ísland, vísuðu slíkum málum til dómstólsins. Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hér má finna vakt gærdagsins, 1. mars.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira