Aðlaðandi bær fyrir unga sem aldna Bjarni Geir Lúðvíksson skrifar 1. mars 2022 21:30 Ég tel að bæjarstjórnin hafi staðið sig vel í bæjarmálum í Hafnarfirði á líðandi kjörtímabili, og má segja að mikill meðbyr sé með Sjálfstæðisflokknum. Nýlega var gerð árleg þjónustukönnun á vegum Gallup og samkvæmt niðurstöðum hennar eru um það bil 90% Hafnfirðinga ánægðir í sínum bæ. Maður heyrir það líka vel þegar maður spjallar við bæjarbúa að þeir séu ánægðir. Það eru þó nokkur atriði sem ég tel að bæjarstjórn þurfi að skoða, því það má alltaf gera betur. Hafnarfjörður á að vera aðlaðandi bær sem lokkar til sín ungar fjölskyldur meðal annars með framúrskarandi skólakerfi fyrir börn á öllum aldri. Staðreyndin er því miður sú að ekki er pláss fyrir öll tólf mánaða gömul börn á leikskólum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður líkt og önnur sveitarfélög ber skylda til að sinna grunnþjónustu við íbúa. Við verðum að tryggja að öll börn komist að inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Vinna þarf markvisst að því að tryggja gott skólaumhverfi fyrir bæði nemendur og kennara. Það þarf að hafa góða yfirsýn og við verðum að framkvæma þær aðgerðir sem til þarf til að tryggja að allar fjölskyldur í Hafnarfirði hafi trausta og áreiðanlega grunnþjónustu. Það er einnig mikilvægt að við fáum fleira fagmenntað fólk til starfa á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum bæjarins. Hafnarfjörður hefur tækifæri til að vera bær unga fólksins og vil ég að við skoðum úrræði sem geta hjálpað unga fólkinu með sín fyrstu íbúðarkaup. Því miður er staðan þannig að það er erfitt að vera ungur og kaupa fyrstu fasteign, með hækkandi verðbólgu og fáranlegri hækkun fasteignaverðs getur þetta reynst oft mjög erfitt. Það getur jafnvel verið ómögulegt fyrir suma að flytja úr foreldrahúsum, og þess vegna er mikilvægt fyrir sveitarfélögin að skoða alla möguleika til að auðvelda ferlið. Ánægja bæjarbúa á öllum aldri í Hafnarfirði skiptir máli. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að við sköpum öflugt mannlíf og stemningu fyrir bæjarbúa á öllum aldri. Efla þarf til dæmis félagsstarf fyrir eldri borgara í bænum og vil ég að þjónustu við eldri íbúa sé einföld, aðgengileg og skilvirk. Við viljum öll að ástvinir okkar og fjölskylda sé í öruggum höndum og líði vel. Ég sé mikil tækifæri fyrir Hafnarfjörð á næstu árum til að verða leiðandi í fjölskyldu- og skólamálum og einnig lýðheilsumálum. Við eigum að nýta allar þær stoðir og styrkleika sem við höfum og byggja upp þannig samfélag að allir séu ánægðir. Nú er einmitt mikilvægt að halda vel utan um fólkið okkar, því eftir faraldur eins og Covid hafa margir einangrast. Það getur tekið fólk smá tíma að aðlagast aftur að eðlilegu samfélagi. Ég vill komast í bæjarstjórn í Hafnarfirði því ég tel það ekki bara mikilvægt heldur nauðsynlegt að við yngri kynslóðir tökum þátt í stjórnmálum. Það er aðdáandavert að fylgjast með yngri ráðherrum og þingmönnum, en drifkraftur og metnaður er áberandi hjá þeim. Ég vil taka þátt og þess vegna óska ég eftir stuðningi ykkar í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins dagana 3-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ég tel að bæjarstjórnin hafi staðið sig vel í bæjarmálum í Hafnarfirði á líðandi kjörtímabili, og má segja að mikill meðbyr sé með Sjálfstæðisflokknum. Nýlega var gerð árleg þjónustukönnun á vegum Gallup og samkvæmt niðurstöðum hennar eru um það bil 90% Hafnfirðinga ánægðir í sínum bæ. Maður heyrir það líka vel þegar maður spjallar við bæjarbúa að þeir séu ánægðir. Það eru þó nokkur atriði sem ég tel að bæjarstjórn þurfi að skoða, því það má alltaf gera betur. Hafnarfjörður á að vera aðlaðandi bær sem lokkar til sín ungar fjölskyldur meðal annars með framúrskarandi skólakerfi fyrir börn á öllum aldri. Staðreyndin er því miður sú að ekki er pláss fyrir öll tólf mánaða gömul börn á leikskólum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður líkt og önnur sveitarfélög ber skylda til að sinna grunnþjónustu við íbúa. Við verðum að tryggja að öll börn komist að inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Vinna þarf markvisst að því að tryggja gott skólaumhverfi fyrir bæði nemendur og kennara. Það þarf að hafa góða yfirsýn og við verðum að framkvæma þær aðgerðir sem til þarf til að tryggja að allar fjölskyldur í Hafnarfirði hafi trausta og áreiðanlega grunnþjónustu. Það er einnig mikilvægt að við fáum fleira fagmenntað fólk til starfa á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum bæjarins. Hafnarfjörður hefur tækifæri til að vera bær unga fólksins og vil ég að við skoðum úrræði sem geta hjálpað unga fólkinu með sín fyrstu íbúðarkaup. Því miður er staðan þannig að það er erfitt að vera ungur og kaupa fyrstu fasteign, með hækkandi verðbólgu og fáranlegri hækkun fasteignaverðs getur þetta reynst oft mjög erfitt. Það getur jafnvel verið ómögulegt fyrir suma að flytja úr foreldrahúsum, og þess vegna er mikilvægt fyrir sveitarfélögin að skoða alla möguleika til að auðvelda ferlið. Ánægja bæjarbúa á öllum aldri í Hafnarfirði skiptir máli. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að við sköpum öflugt mannlíf og stemningu fyrir bæjarbúa á öllum aldri. Efla þarf til dæmis félagsstarf fyrir eldri borgara í bænum og vil ég að þjónustu við eldri íbúa sé einföld, aðgengileg og skilvirk. Við viljum öll að ástvinir okkar og fjölskylda sé í öruggum höndum og líði vel. Ég sé mikil tækifæri fyrir Hafnarfjörð á næstu árum til að verða leiðandi í fjölskyldu- og skólamálum og einnig lýðheilsumálum. Við eigum að nýta allar þær stoðir og styrkleika sem við höfum og byggja upp þannig samfélag að allir séu ánægðir. Nú er einmitt mikilvægt að halda vel utan um fólkið okkar, því eftir faraldur eins og Covid hafa margir einangrast. Það getur tekið fólk smá tíma að aðlagast aftur að eðlilegu samfélagi. Ég vill komast í bæjarstjórn í Hafnarfirði því ég tel það ekki bara mikilvægt heldur nauðsynlegt að við yngri kynslóðir tökum þátt í stjórnmálum. Það er aðdáandavert að fylgjast með yngri ráðherrum og þingmönnum, en drifkraftur og metnaður er áberandi hjá þeim. Ég vil taka þátt og þess vegna óska ég eftir stuðningi ykkar í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins dagana 3-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun