„Þetta er uppáhaldsdagurinn minn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. mars 2022 20:01 Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri segir daginn þann skemmtilegasta ársins. Stöð 2 Öskudagurinn er á morgun og landsmenn, ungir sem aldnir, flykkjast í þartilgerðar búðir að kaupa búninga fyrir morgundaginn. Mikið var að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit við fyrr í kvöld en þar er opið til miðnættis. Verslunarstjóri segir fólk eins og beljur á vori. Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar og íklædd SWAT lögreglubúningi í tilefni öskudagsins, segir gríðarlega stemningu hafa verið í dag. Þetta sé einn stærsti dagur ársins. Búningar úr sjónvarpsþáttaröðinni Squid game hafa verið hvað vinsælastir í aðdraganda öskudags en þó sé af nægu að taka. „Squid game var rosalega vinsælt, við erum búin með búningana en eigum nóg af grímum. Svo er búið að vera eitthvert algjört Spiderman-æði. Og svo náttúrulega allt svona matarkyns: bananar, pylsur, tómatsósuflöskur, egg og beikon, samlokur, þetta er búið að vera mjög vinsælt,“ segir Valgerður María. Hún segir frábært að sjá gleðina í börnunum og tilhlökkunin sé eðli málsins samkvæmt mikil. „Ég held að við séum bara eins og beljur á vori. Þessar takmarkanir voru kannski að koma verst niður á þessum grunnskólakrökkum og núna fá þau loksins að gera eitthvað aftur, þetta er búið að vera mjög erfitt.“ Hvernig er að vera starfsmaður á þessum degi, er þetta ekki besti dagur í heimi? „Jú, þetta er uppáhaldsdagurinn minn. Ég er að norðan þannig að öskudagurinn er minn dagur.“ Aðspurð hvers vegna svona mikið sé að gera klukkan sjö að kvöldi er svarið einfalt: „Þetta er bara íslenska leiðin, það er bara þannig. Það er opið til miðnættis þannig að það verður nóg handa öllum.“ Öskudagur Sprengidagur Verslun Reykjavík Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar og íklædd SWAT lögreglubúningi í tilefni öskudagsins, segir gríðarlega stemningu hafa verið í dag. Þetta sé einn stærsti dagur ársins. Búningar úr sjónvarpsþáttaröðinni Squid game hafa verið hvað vinsælastir í aðdraganda öskudags en þó sé af nægu að taka. „Squid game var rosalega vinsælt, við erum búin með búningana en eigum nóg af grímum. Svo er búið að vera eitthvert algjört Spiderman-æði. Og svo náttúrulega allt svona matarkyns: bananar, pylsur, tómatsósuflöskur, egg og beikon, samlokur, þetta er búið að vera mjög vinsælt,“ segir Valgerður María. Hún segir frábært að sjá gleðina í börnunum og tilhlökkunin sé eðli málsins samkvæmt mikil. „Ég held að við séum bara eins og beljur á vori. Þessar takmarkanir voru kannski að koma verst niður á þessum grunnskólakrökkum og núna fá þau loksins að gera eitthvað aftur, þetta er búið að vera mjög erfitt.“ Hvernig er að vera starfsmaður á þessum degi, er þetta ekki besti dagur í heimi? „Jú, þetta er uppáhaldsdagurinn minn. Ég er að norðan þannig að öskudagurinn er minn dagur.“ Aðspurð hvers vegna svona mikið sé að gera klukkan sjö að kvöldi er svarið einfalt: „Þetta er bara íslenska leiðin, það er bara þannig. Það er opið til miðnættis þannig að það verður nóg handa öllum.“
Öskudagur Sprengidagur Verslun Reykjavík Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira