Sport

Dagskráin í dag: FA-bikarinn, Subway-deildin, fótbolti, rafíþróttir og golf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Liverpool tekur á móti Norwich í FA-bikarnum í kvöld.
Liverpool tekur á móti Norwich í FA-bikarnum í kvöld. Richard Heathcote/Getty Images

Líkt og áður er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2, en boðið verður upp á sjö beinar útsendingar í dag.

Við byrjum daginn á UEFA Youth League klukkan 12:50 þegar AZ Alkmaar og Juventus eigast við á Stöð 2 Sport 2.

Klukkan 18:20 hefst útsending frá fyrri leik kvöldsins í Subway-deild kvenna þegar Fjölniskonur taka á móti Njarðvík á Stöð 2 Sport. Að þeim leik loknum verður svo skipt yfir í Hafnarfjörðinn þar sem Haukar taka á móti Keflavík.

Þá eru einnig tveir leikir á dagskrá í FA-bikarnum, en klukkan 19:05 hefst útsending frá viðureign Luton og Chelsea á Stöð 2 Sport 3. Klukkustund síðar hefst svo útsending frá viðureign Liverpool og Norwich á Stöð 2 Sport 2.

Babe Patrol er á sínum stað á Stöð 2 eSport klukkan 21:00 þar sem þær Alma, Eva, Högna og Kamila munu án efa valda miklum usla á götum Verdansk í leiknum Call of Duty: Warzone.

Næturhrafnarnir fá að lokum eitthvað fyrir sinn snúð því klukkan 02:30 eftir miðnætti hefst bein útsending frá HSBC Women's World Championship á Stöð 2 Golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×