Forseti Evrópuþingsins segir Putin verða dreginn til ábyrgðar Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2022 19:21 Forseti Úkraínu heldur til í höfuðborginni Kænugarði og stappar stálinu í þjóð sína. AP/forsetaembætti Úkraínu Forseti Úkraínu sakar Rússa um hryðjuverk eftir eldflaugaárás á miðborg næst stærstu borgar landsins í dag. Forseti Evrópuþingsins segir forseta Rússlands og Hvítarússlands verða dregna til ábyrgðar vegna stríðsins í Úkraínu. Gífurlega fjölmennur rússneskur her nálgast höfuðborgina Kænugarð og teygir röð hernaðartækja sig í 64 kílómetra eftir þjóðvegum norðan borgarinnar. Miklar skemmdir urðu á stjórnarbyggingum, óperuhúsinu og feiri byggingum í miðborg Kharkiv annarrar stærstu borgar Úkraínu í eldflauga- og stórskotaliðsárás á miðborgina í morgun. Að minnsta kosti sex óbreyttir borgarar létust og tugir særðust. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ástandið hafa versnað. Forseti Úkraínu segir Rússa seka um stríðsglæpi.AP/forsetaembætti Úkraínu „Allt hefur nú breyst eftir að stýriflaugin frá Belgorod nærri landamærum Rússlands og Úkraínu hæfði Sjálfstæðistorgið í Kharkiv, megintákn borgarinnar. Þetta eru hryðjuverk gegn borginni, gegn Kharkiv, gegn Úkraínu,“ segir Zelenskyy Þetta væri hreint hryðjuverk þar sem engin hernaðarlega mikilvæg skotmörk væru í miðborginni eða íbúðarhverfum sem skotið hefði verið á. „Við höfðum til allra þjóða heims að bregðast harðlega við þessum glæpsamlegu hernaðaraðgerðum árásaraðilans og lýsa því yfir að Rússland stundi hryðjuverkastarfsemi. Við krefjumst þess að hryðjuverkamenn verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir forseti Úkraínu. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands segir ekki skotið á óbreytta borgara. Með mikilli nákvæmni væri miðað á hernaðarleg skotmörk. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er til hægri á þessari mynd.AP/Alexei Nikolsky „Úkraínumenn hika ekki við að nota borgara sem mannlega skildi. Fjöldi eldflaugakerfa, byssur og hlaupvíðar sprengivörpur eru staðsettar í görðum íbúðahverfa, nærri skólum og leikskólum,“ segir Shoigu. Roberta Metsola forseti Evrópuþingsins sagði þingið koma saman í dag í skugga stríðs Putins gegn fullvalda ríki. Hún fordæmdi innrásina og sagði Evrópu standa með Úkraínu. „Við munum styðja lögsögu Alþjóðaglæpadómstólsins og að stríðsglæpir í Úkraínu verði rannsakaðir til hlítar. Við drögum hann til ábyrgðar og við drögum Lukashenku til ábyrgðar,“ sagði forseti Evrópuþingsins. Forseti Úkraínu ávarpaði Evrópuþingið í gegnum fjárfundarbúnað og ítrekaði kröfu um aðild landsins að Evrópusambandinu. Forseti Evrópuþingsins segir Evrópu standa með úkraínsku þjóðinni.AP/Virginia Mayo „Við höfum sannað styrk okkar. Við höfum sýnt fram á að við erum alveg eins og þið. Sýnið að að þið standið með okkur. Sýnið að þið yfirgefið okkur ekki. Færið sönnur á að þið séuð Evrópubúar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Flestir hafa komið til Póllands, Ungverjalands og Rúmeníu en nú er talið að um eða yfir hálf milljóna manna hafi komið vestur yfir landamærin. NATO og einstök vestræn ríki senda bæði hergögn og vistir til Úkraínu og hermönnum bandalagsríkja NATO hefur verið fjölgað í bandalagsríkjum í austur Evrópu. Í dag komu tvö hundruð bandarískir hermenn til Nuremberg í Þýskalandi. Þeir eru hluti af sjö þúsund hermönnum sem Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið að senda til NATO ríkja í Evrópu vegna stríðsins. Markus Soeder ríkisstjóri í Bæjaralandi segir Bandaríkjamenn leggja sitt lóð á vogarskálarnar í vörnum austurhluta Atlantshafsbandalagsins. „Bæjaraland og Þýskaland eru þakklát fyrir veru ykkar hér. Þið standið vörð um frelsi og frið í Vestur-Evrópu,“ sagði Soeder. Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Gífurlega fjölmennur rússneskur her nálgast höfuðborgina Kænugarð og teygir röð hernaðartækja sig í 64 kílómetra eftir þjóðvegum norðan borgarinnar. Miklar skemmdir urðu á stjórnarbyggingum, óperuhúsinu og feiri byggingum í miðborg Kharkiv annarrar stærstu borgar Úkraínu í eldflauga- og stórskotaliðsárás á miðborgina í morgun. Að minnsta kosti sex óbreyttir borgarar létust og tugir særðust. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ástandið hafa versnað. Forseti Úkraínu segir Rússa seka um stríðsglæpi.AP/forsetaembætti Úkraínu „Allt hefur nú breyst eftir að stýriflaugin frá Belgorod nærri landamærum Rússlands og Úkraínu hæfði Sjálfstæðistorgið í Kharkiv, megintákn borgarinnar. Þetta eru hryðjuverk gegn borginni, gegn Kharkiv, gegn Úkraínu,“ segir Zelenskyy Þetta væri hreint hryðjuverk þar sem engin hernaðarlega mikilvæg skotmörk væru í miðborginni eða íbúðarhverfum sem skotið hefði verið á. „Við höfðum til allra þjóða heims að bregðast harðlega við þessum glæpsamlegu hernaðaraðgerðum árásaraðilans og lýsa því yfir að Rússland stundi hryðjuverkastarfsemi. Við krefjumst þess að hryðjuverkamenn verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir forseti Úkraínu. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands segir ekki skotið á óbreytta borgara. Með mikilli nákvæmni væri miðað á hernaðarleg skotmörk. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er til hægri á þessari mynd.AP/Alexei Nikolsky „Úkraínumenn hika ekki við að nota borgara sem mannlega skildi. Fjöldi eldflaugakerfa, byssur og hlaupvíðar sprengivörpur eru staðsettar í görðum íbúðahverfa, nærri skólum og leikskólum,“ segir Shoigu. Roberta Metsola forseti Evrópuþingsins sagði þingið koma saman í dag í skugga stríðs Putins gegn fullvalda ríki. Hún fordæmdi innrásina og sagði Evrópu standa með Úkraínu. „Við munum styðja lögsögu Alþjóðaglæpadómstólsins og að stríðsglæpir í Úkraínu verði rannsakaðir til hlítar. Við drögum hann til ábyrgðar og við drögum Lukashenku til ábyrgðar,“ sagði forseti Evrópuþingsins. Forseti Úkraínu ávarpaði Evrópuþingið í gegnum fjárfundarbúnað og ítrekaði kröfu um aðild landsins að Evrópusambandinu. Forseti Evrópuþingsins segir Evrópu standa með úkraínsku þjóðinni.AP/Virginia Mayo „Við höfum sannað styrk okkar. Við höfum sýnt fram á að við erum alveg eins og þið. Sýnið að að þið standið með okkur. Sýnið að þið yfirgefið okkur ekki. Færið sönnur á að þið séuð Evrópubúar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Flestir hafa komið til Póllands, Ungverjalands og Rúmeníu en nú er talið að um eða yfir hálf milljóna manna hafi komið vestur yfir landamærin. NATO og einstök vestræn ríki senda bæði hergögn og vistir til Úkraínu og hermönnum bandalagsríkja NATO hefur verið fjölgað í bandalagsríkjum í austur Evrópu. Í dag komu tvö hundruð bandarískir hermenn til Nuremberg í Þýskalandi. Þeir eru hluti af sjö þúsund hermönnum sem Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið að senda til NATO ríkja í Evrópu vegna stríðsins. Markus Soeder ríkisstjóri í Bæjaralandi segir Bandaríkjamenn leggja sitt lóð á vogarskálarnar í vörnum austurhluta Atlantshafsbandalagsins. „Bæjaraland og Þýskaland eru þakklát fyrir veru ykkar hér. Þið standið vörð um frelsi og frið í Vestur-Evrópu,“ sagði Soeder.
Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira