Á vef Veðurstofunnar segir að það verði hægari vindur og él í öðrum landshlutum, en úrkomulítið síðdegis. Hiti um eða undir frostmarki. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðausturlandi til klukkan 11 í dag og á Austfjörðum til hádegis.
„Í kvöld rofar til og kólnar, jafnframt snýst hann í vaxandi austanátt suðvestan- og vestanlands enda ný lægð að nálgast úr suðvestri.
Allhvöss suðaustanátt á morgun, en hvassviðri eða stormur suðvestantil. Yfirleitt þurrt á Norðurlandi, annars rigning eða slydda. Það hlýnar aftur og hiti kemst víða í 3 til 6 stig.
Hægari og slydduél annað kvöld, en rigning suðaustan- og austanlands.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Suðaustan 13-23 m/s, hvassast SV-lands. Rigning eða slydda, en úrkomulítið á N-landi. Hlýnandi, hiti 1 til 6 stig eftir hádegi. Hægari um kvöldið og slydduél um landið V-vert, en rigning SA-lands og á Austfjörðum.
Á fimmtudag: Suðlæg átt 5-10 og stöku él, en rigning eða slydda A-til fram eftir degi. Hiti 0 til 5 stig, en kólnar um kvöldið.
Á föstudag: Suðvestan og vestan 8-15 og él, en þurrt og bjart A-lands. Hiti í kringum frostmark.
Á laugardag: Suðlæg átt og úrkomulítið, en rigning eða slydda S- og V-lands seinni partinn og hlýnar heldur.
Á sunnudag: Suðlæg átt og rigning eða snjókoma, en þurrt NA-lands.