FH seldi hægri bakvörðinn Hörð Inga Gunnarsson nýverið til Sogndal í Noregi og hefur verið í leit að eftirmanni hans síðan. Hinn 22 ára gamli Ástbjörn varð fyrir valinu en þó hann spili aðallega sem hægri bakvörður virðist hann geta leyst nær allar stöður á vellinum.
Ástbjörn var tilkynntur sem leikmaður FH á blaðamannafundi í dag. Á sama tíma var tilkynnt að Oliver Heiðarsson og Logi Hrafn Róbertsson hefðu framlengt samninga sína við félagið út árið 2024.
FH endaði í 6. sæti efstu deildar karla á síðustu leiktíð. Keflavík endaði í 10. sæti, einu stigi fyrir ofan fallsæti.