Íþróttaheimurinn bregst við innrás Rússa Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 13:00 Leikmenn Manchester United og Watford (Getty Images) Viðbrögð við innrás Rússa í Úkraínu hafa ekki látið á sér standa. Þjóðir, einstaklingar, fyrirtæki og fleiri hafa keppst um að sýna samstöðu með Úkraínu en Íþróttahreyfingin út um allan heim hefur einnig brugðist harkalega við, hér að neðan má sjá samantekt af viðbrögðum félaga, sambanda og leikmanna hingað til. Lið í ensku úrvalsdeildinni hefur einnig sýnt samstöðu með Úkraínu en leikmenn Manchester United og Watford sameinuðust í myndatöku fyrir leik þeirra í gær og héldu uppi skilti með orðinu „friður“ ritað á sex mismunandi tungumálum. Leikmenn Manchester City komu klæddir bolum með úkraínska fánanum og áletruninni „ekkert stríð“ (e. No war) til leiks gegn Everton í gær á meðan leikmenn Everton voru allir með úkraínska fánan á herðum sér. Bæði lið eru með úkraínska leikmenn í leikmannahópum sínum, Oleksandr Zinchenko hjá Manchester City og Vitaliy Mykolenko hjá Everton. Roman Abramovich, rússneskur auðkýfingur og persónulegur vinur Vladimir Putin neyddist í gær til að stíga til hliðar í daglegum störfum sínum fyrir Chelsea svo að félagið gæti fengið að starfa í friði án hans afskipta. Fótboltafélög víða um Evrópu hafa sagt upp styrktarsamningum sínum við rússnesk fyrirtæki, þar á meðal Schalke 04, Manchester United, Austria Wien og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu. Hollendingar hafa neitað að spila gegn Rússum í undankeppni HM í körfubolta en Bretar hafa einnig gert slíkt hið sama varðandi leik sinn gegn Hvít-Rússum í sömu undankeppni. Óljóst er hvort að Rússar haldi þátttökurétt sínum í undankeppninni en mögulegt er að Rússar og Úkraína muni mætast innbyrðis á næsta stigi undankeppninnar, komist bæði lið upp úr sínum riðlum. Kallað hefur verið eftir því að Rússar verði útilokaðir frá mótinu. Formúlu 1 kappakstrinum í Rússlandi, sem átti að fara fram í september á þessu ári hefur verið aflýst vegna innrásar Rússa. Pólland, Svíþjóð og Tékkland hafa öll neitað því að leika við Rússland í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar og ljóst að Rússar munu ekki taka þátt á HM í fótbolta nema að FIFA muni á einhvern hátt veita þeim hjálparhönd. Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjá meira
Lið í ensku úrvalsdeildinni hefur einnig sýnt samstöðu með Úkraínu en leikmenn Manchester United og Watford sameinuðust í myndatöku fyrir leik þeirra í gær og héldu uppi skilti með orðinu „friður“ ritað á sex mismunandi tungumálum. Leikmenn Manchester City komu klæddir bolum með úkraínska fánanum og áletruninni „ekkert stríð“ (e. No war) til leiks gegn Everton í gær á meðan leikmenn Everton voru allir með úkraínska fánan á herðum sér. Bæði lið eru með úkraínska leikmenn í leikmannahópum sínum, Oleksandr Zinchenko hjá Manchester City og Vitaliy Mykolenko hjá Everton. Roman Abramovich, rússneskur auðkýfingur og persónulegur vinur Vladimir Putin neyddist í gær til að stíga til hliðar í daglegum störfum sínum fyrir Chelsea svo að félagið gæti fengið að starfa í friði án hans afskipta. Fótboltafélög víða um Evrópu hafa sagt upp styrktarsamningum sínum við rússnesk fyrirtæki, þar á meðal Schalke 04, Manchester United, Austria Wien og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu. Hollendingar hafa neitað að spila gegn Rússum í undankeppni HM í körfubolta en Bretar hafa einnig gert slíkt hið sama varðandi leik sinn gegn Hvít-Rússum í sömu undankeppni. Óljóst er hvort að Rússar haldi þátttökurétt sínum í undankeppninni en mögulegt er að Rússar og Úkraína muni mætast innbyrðis á næsta stigi undankeppninnar, komist bæði lið upp úr sínum riðlum. Kallað hefur verið eftir því að Rússar verði útilokaðir frá mótinu. Formúlu 1 kappakstrinum í Rússlandi, sem átti að fara fram í september á þessu ári hefur verið aflýst vegna innrásar Rússa. Pólland, Svíþjóð og Tékkland hafa öll neitað því að leika við Rússland í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar og ljóst að Rússar munu ekki taka þátt á HM í fótbolta nema að FIFA muni á einhvern hátt veita þeim hjálparhönd.
Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjá meira