Upplýsingavefurinn Covid.is verður uppfærður á morgun, mánudag. Notkun PCR-prófa hefur að mestu verið hætt og getur almenningur nú einungis pantað tíma í hraðpróf hjá heilsugæslunni eða einkaaðilum. Niðurstaða hraðprófanna er því skráð í gagnagrunn landlæknisembættisins.

