Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2022 20:01 Bílalest Rússa á Krímskaga. Vísir/AP Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. Árásir Rússa á úkraínskar borgir héldu áfram í alla nótt og segir varnarmálaráðherra Úkraínu að rússneskir hermenn séu teknir að beina sprengjuárásum á íbúabyggðir, spítala og skóla. Kort sem uppfært var klukkan átta í morgun.grafík/ragnar visage Þetta kort var uppfært klukkan átta í morgun. Rauðu svæðin eru þau sem Rússar stjórna. Appelsínugulu punktarnir sýna staði þar sem sprengjuárásir hafa verið gerðar og rauðu punktarnir sýna staði þar sem virk átök milli stríðandi fylkinga hafa verið. Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT greiðslukerfinu en það er notað til að miðla greiðslum á milli alþjóðlegra banka. Í dag hafa stjórnvöld á Ítalíu, í Ungverjalandi og í Kýpur sagt styðja við brottrekstur Rússa úr fjármálakerfinu en fyrir hafa Bandaríki, Kanada, Bretland og Evrópusambandið lýst yfir vilja til brottreksturs Rússa. Þjóðverjar hafa verið hikandi með það. Flóttamenn halda áfram að flýja frá Úkraínu til Póllands, Rúmeníu og fleiri landa. I learn to use #Kalashnikov and prepare to bear arms. It sounds surreal as just a few days ago it would never come to my mind. Our #women will protect our soil the same way as our #men. Go #Ukraine! 🇺🇦 pic.twitter.com/UbF4JRGlcy— Kira Rudik (@kiraincongress) February 25, 2022 Þingmenn Úkraínu eru meðal þeirra sem hafa tekið til vopna til varnar þjóð sinni. Á þessari mynd hér að ofan sést úkraínsk þingkona með riffil sem hún lærði á í gær. Fyrrum forseti Úkraínu varðist á götum úti í dag og sagði Pútin einfaldlega að hypja sig burt. „Þetta er landið okkar. Þetta er fólkið okkar. Pútín hefur ekkert að gera hér. Farðu úr Úkraínu, herra Pútín,“ sagði Petro Poroshenko. Vólódómír Selenskíj forseti Úkraínu er enn staddur í Kænugarði en hann ávarpaði þjóðina í morgun. „Hlustið nú: Ég er hér. Við munum ekki leggja niður vopn okkar, við munum vernda landið okkar. Vopn okkar eru sannleikur okkar, þetta er okkar land, okkar börn og við þurfum að vernda þau.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Árásir Rússa á úkraínskar borgir héldu áfram í alla nótt og segir varnarmálaráðherra Úkraínu að rússneskir hermenn séu teknir að beina sprengjuárásum á íbúabyggðir, spítala og skóla. Kort sem uppfært var klukkan átta í morgun.grafík/ragnar visage Þetta kort var uppfært klukkan átta í morgun. Rauðu svæðin eru þau sem Rússar stjórna. Appelsínugulu punktarnir sýna staði þar sem sprengjuárásir hafa verið gerðar og rauðu punktarnir sýna staði þar sem virk átök milli stríðandi fylkinga hafa verið. Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT greiðslukerfinu en það er notað til að miðla greiðslum á milli alþjóðlegra banka. Í dag hafa stjórnvöld á Ítalíu, í Ungverjalandi og í Kýpur sagt styðja við brottrekstur Rússa úr fjármálakerfinu en fyrir hafa Bandaríki, Kanada, Bretland og Evrópusambandið lýst yfir vilja til brottreksturs Rússa. Þjóðverjar hafa verið hikandi með það. Flóttamenn halda áfram að flýja frá Úkraínu til Póllands, Rúmeníu og fleiri landa. I learn to use #Kalashnikov and prepare to bear arms. It sounds surreal as just a few days ago it would never come to my mind. Our #women will protect our soil the same way as our #men. Go #Ukraine! 🇺🇦 pic.twitter.com/UbF4JRGlcy— Kira Rudik (@kiraincongress) February 25, 2022 Þingmenn Úkraínu eru meðal þeirra sem hafa tekið til vopna til varnar þjóð sinni. Á þessari mynd hér að ofan sést úkraínsk þingkona með riffil sem hún lærði á í gær. Fyrrum forseti Úkraínu varðist á götum úti í dag og sagði Pútin einfaldlega að hypja sig burt. „Þetta er landið okkar. Þetta er fólkið okkar. Pútín hefur ekkert að gera hér. Farðu úr Úkraínu, herra Pútín,“ sagði Petro Poroshenko. Vólódómír Selenskíj forseti Úkraínu er enn staddur í Kænugarði en hann ávarpaði þjóðina í morgun. „Hlustið nú: Ég er hér. Við munum ekki leggja niður vopn okkar, við munum vernda landið okkar. Vopn okkar eru sannleikur okkar, þetta er okkar land, okkar börn og við þurfum að vernda þau.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira