Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu.
1. Hver ert þú í þínum eigin orðum?
Gunnar Nelson:
„Klárlega verri helmingurinn.“
2. Hvað veitir þér innblástur?
Gunnar Nelson: „Það getur verið svo margt. Mér finnst það bara koma random, úr bíómyndum eða heimildarmyndum, samræðum við fólk og úr sögum. Oft þegar þú ert ekki að búast við því.
Maður veit aldrei hvaðan innblástur getur komið, hann er alls staðar ef þú ert móttækilegur.“
3. Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu?
Gunnar Nelson: „Að svitna við að gera eitthvað skemmtilegt.“
4. Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi?
Gunnar Nelson: „Akkúrat núna er það í grófum dráttum svona: Ég opna annað augað til hálfs, mjaka mér að kaffivélinni. Drekk bolla og vakna.
Græja krakkana og fer með þau í skólann og leikskólann. Slaka á í smá og fer svo að æfa. Borða síðan, kem heim og sofna á sófanum. Fer svo aftur að æfa. Kem heim elda mat og borða, chilla með krökkunum og hátta þau svo. Kyssi konuna mína góða nótt og fer að sofa.“
5. Hvað er það skemmtilegasta við lífið?
Gunnar Nelson: „Gera eitthvað spennandi með fólkinu sem þú elskar og læra.
Að sjá eitthvað nýtt, sjá eitthvað fyrir sér og láta það svo verða að veruleika, skapa!“