Þeir sem leggja leið sína í miðbæinn munu þó vilja vera vel klæddir ef marka má Harald Ólafsson veðurfræðing sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag.
„Um kvöldið verður veðrið gengið yfir og það verður ekkert skaðræðisveður. Það verður hálfgert leiðindaveður en ef menn bara galla sig þá er það í lagi,“ segir Haraldur.
Haraldur lýsti því að lægðin komi hingað úr suðvestri og þá hvessi á öllu landinu. Þessu fylgir rok og stormur - sem byrjar fyrst með snjókomu en fer yfir í rigningu þegar hlýnar.
Veðrið verður að sögn Haraldar með þeim hætti að fólki sé ráðlagt að fara ekki í ferðalög, en sem segir má ætla að það verði gengið niður síðdegis og um kvöldið á norðan- og austanverðu landinu.