„Jafnvel enn stærra en að vinna heimsmeistaratitilinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 10:31 Megan Rapinoe fagnar sigri bandaríska landsliðsins á HM 2019. AP/Seth Wenig Bandaríska kvennalandsliðið vann risastóran sigur í gær þegar þær höfðu það loksins í gegn að fá jafnmikið borgað frá knattspyrnusambandinu og karlalandslið Bandaríkjanna fær. Baráttan hefur staðið í yfir sex ár og fyrir dómstólum undanfarin misseri. Lokin urðu þó að bandaríska knattspyrnusambandið náði samkomulagi við knattspyrnukonur utan réttarsalsins. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Sáttagerð landsliðskvennanna og bandaríska sambandsins hljómar upp á 24 milljóna dala greiðslu til knattspyrnukvennanna. Greiðslan er hugsuð sem bónusgreiðslur fyrir fyrri afrek liðsins en það er á eftir að skipta þeim niður á leikmenn liðsins á undanförnum árum. Í samkomulaginu er það einnig fest á blaði að leikmenn karla- og kvennalandsliðsins fái sömu árangurstengdu greiðslur en konurnar standa körlunum miklu framar en hafa fengið mun lægri bónusa. Megan Rapinoe hefur verið í fararbroddi í baráttu landsliðskvennanna og var ein af þeim sem fór með sambandið fyrir dóm. Hún fagnaði þessari niðurstöðu með einfaldri færslu á samfélagsmiðlum sem hljómaði þannig: Þegar við vinnum þá vinna allir. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Megan ræddi líka við Sky Sports um niðurstöðuna og þar fór ekki á milli mála hversu stór sigur þetta var fyrir fótboltakonur í Bandaríkjunum. „Það er stórvirki að vinna heimsmeistaratitilinn sérstaklega eins og við gerðum það á sama tíma og við stóðum í þessari baráttu utan vallar,“ sagði Megan Rapinoe við Sky Sports. Hún var besti leikmaður HM og markadrottning á sama tíma og hún var andslit liðsins í baráttunni utan vallar. „Mér finnst þetta hafa verið alveg eins mikið þrekvirki og jafnvel enn stærra en að vinna heimsmeistaratitilinn á svo marga hátt. Ég er spennt fyrir að halda inn í framtíðina,“ sagði Megan. Hún er samt búin að missa sæti sitt í bandaríska landsliðinu og verður því ekki með á móti Íslandi í nótt. "I'm excited about moving forward."USA Captain Megan Rapinoe says it means more than winning the World Cup after the US Women National Team players have ended a six-year legal battle with their federation over equal pay pic.twitter.com/93d3gTu8Eg— Sky Sports (@SkySports) February 23, 2022 Bandaríkin Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Baráttan hefur staðið í yfir sex ár og fyrir dómstólum undanfarin misseri. Lokin urðu þó að bandaríska knattspyrnusambandið náði samkomulagi við knattspyrnukonur utan réttarsalsins. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Sáttagerð landsliðskvennanna og bandaríska sambandsins hljómar upp á 24 milljóna dala greiðslu til knattspyrnukvennanna. Greiðslan er hugsuð sem bónusgreiðslur fyrir fyrri afrek liðsins en það er á eftir að skipta þeim niður á leikmenn liðsins á undanförnum árum. Í samkomulaginu er það einnig fest á blaði að leikmenn karla- og kvennalandsliðsins fái sömu árangurstengdu greiðslur en konurnar standa körlunum miklu framar en hafa fengið mun lægri bónusa. Megan Rapinoe hefur verið í fararbroddi í baráttu landsliðskvennanna og var ein af þeim sem fór með sambandið fyrir dóm. Hún fagnaði þessari niðurstöðu með einfaldri færslu á samfélagsmiðlum sem hljómaði þannig: Þegar við vinnum þá vinna allir. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Megan ræddi líka við Sky Sports um niðurstöðuna og þar fór ekki á milli mála hversu stór sigur þetta var fyrir fótboltakonur í Bandaríkjunum. „Það er stórvirki að vinna heimsmeistaratitilinn sérstaklega eins og við gerðum það á sama tíma og við stóðum í þessari baráttu utan vallar,“ sagði Megan Rapinoe við Sky Sports. Hún var besti leikmaður HM og markadrottning á sama tíma og hún var andslit liðsins í baráttunni utan vallar. „Mér finnst þetta hafa verið alveg eins mikið þrekvirki og jafnvel enn stærra en að vinna heimsmeistaratitilinn á svo marga hátt. Ég er spennt fyrir að halda inn í framtíðina,“ sagði Megan. Hún er samt búin að missa sæti sitt í bandaríska landsliðinu og verður því ekki með á móti Íslandi í nótt. "I'm excited about moving forward."USA Captain Megan Rapinoe says it means more than winning the World Cup after the US Women National Team players have ended a six-year legal battle with their federation over equal pay pic.twitter.com/93d3gTu8Eg— Sky Sports (@SkySports) February 23, 2022
Bandaríkin Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira