Morðingjar Arbery eiga yfir höfði sér annan lífstíðardóm Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. febrúar 2022 00:17 Fjölskylda og lögmenn Arbery fögnuðu niðurstöðunni fyrir utan dómsalinn í dag. AP/Lewis M. Levine Þrír hvítir karlmenn, sem voru sakfelldir fyrir morðið á hinum 25 ára Ahmaud Arbery í Georgíu, hafa nú verið sakfelldir fyrir hatursglæp en kviðdómur í Brunswick komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir höfðu brotið alríkislög með því að meina Arbery um að ganga um almenningsgötu vegna litarhafts hans. Feðgarnir Gregory og Travis McMichael og nágranni þeirra, William Bryan, voru í nóvember í fyrra sakfelldir fyrir hatursglæpi og morðið á Arbery og þeir dæmdir í lífstíðarfangelsi. Kviðdómur komst síðan að því í dag að þeir hefðu ekki aðeins brotið ríkislög heldur einnig alríkislög. Eiga þeir yfir höfði sér annan lífstíðardóm vegna þessa en dómari úrskurðaði fyrr á árinu að feðgarnir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir þrjátíu ár. Í janúar var greint frá því að saksóknari hafi boðið feðgunum að gera samkomulag til að komast hjá frekari réttarhöldum, sem fæli í sér 30 ára fangelsisdóm fyrir hvorn þeirra. Héraðsdómari neitaði þó að verða við slíku samkomulagi eftir að foreldrar Arbery mótmæltu. Þremenningarnir skutu Arbery til bana þar sem hann var úti að skokka í úthverfi Brunswick í febrúar 2020. Feðgarnir veittu honum eftirför á pallbíl og báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu. Nágranni þeirra slóst í för með feðgunum og að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis McMichael miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa fram hjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust reyndi óvopnaður Arbery að taka haglabyssuna af Travis en við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband og leiddi það myndband til handtöku þremenninganna, rúmum tveimur mánuðum síðar. Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Tengdar fréttir Dómari hafnaði samkomulaginu við feðgana Dómari í Bandaríkjunum hafnaði í gærkvöldi því að gert yrði samkomulag við feðgana Greg og Travis McMichael. Samkomulagið hefði falið í sér að þeir hefðu komist hjá réttarhöldum um það hvort það hafi verið hatursglæpur þegar þeir myrtu Ahmaud Arbery. 1. febrúar 2022 09:26 Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27 Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Feðgarnir Gregory og Travis McMichael og nágranni þeirra, William Bryan, voru í nóvember í fyrra sakfelldir fyrir hatursglæpi og morðið á Arbery og þeir dæmdir í lífstíðarfangelsi. Kviðdómur komst síðan að því í dag að þeir hefðu ekki aðeins brotið ríkislög heldur einnig alríkislög. Eiga þeir yfir höfði sér annan lífstíðardóm vegna þessa en dómari úrskurðaði fyrr á árinu að feðgarnir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir þrjátíu ár. Í janúar var greint frá því að saksóknari hafi boðið feðgunum að gera samkomulag til að komast hjá frekari réttarhöldum, sem fæli í sér 30 ára fangelsisdóm fyrir hvorn þeirra. Héraðsdómari neitaði þó að verða við slíku samkomulagi eftir að foreldrar Arbery mótmæltu. Þremenningarnir skutu Arbery til bana þar sem hann var úti að skokka í úthverfi Brunswick í febrúar 2020. Feðgarnir veittu honum eftirför á pallbíl og báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu. Nágranni þeirra slóst í för með feðgunum og að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis McMichael miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa fram hjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust reyndi óvopnaður Arbery að taka haglabyssuna af Travis en við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband og leiddi það myndband til handtöku þremenninganna, rúmum tveimur mánuðum síðar.
Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Tengdar fréttir Dómari hafnaði samkomulaginu við feðgana Dómari í Bandaríkjunum hafnaði í gærkvöldi því að gert yrði samkomulag við feðgana Greg og Travis McMichael. Samkomulagið hefði falið í sér að þeir hefðu komist hjá réttarhöldum um það hvort það hafi verið hatursglæpur þegar þeir myrtu Ahmaud Arbery. 1. febrúar 2022 09:26 Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27 Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Dómari hafnaði samkomulaginu við feðgana Dómari í Bandaríkjunum hafnaði í gærkvöldi því að gert yrði samkomulag við feðgana Greg og Travis McMichael. Samkomulagið hefði falið í sér að þeir hefðu komist hjá réttarhöldum um það hvort það hafi verið hatursglæpur þegar þeir myrtu Ahmaud Arbery. 1. febrúar 2022 09:26
Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27
Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00