Sveitarfélög rekin með 6,4 milljarða halla á árinu Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2022 07:23 Af þeim 67 sveitarfélögum sem samantektin náði til reikna 32 þeirra með rekstrarhalla á árinu 2022 en 35 með afgangi. Vísir/Vilhelm Samantekt sem nær til 67 sveitarfélaga, þar sem í búa 99,9 prósent landsmanna, sýnir að þau verði rekin með 6,4 milljarða halla á yfirstandandi ári, eða sem nemur 1,5 prósent af tekjum. Útkomuspár benda sömuleiðis til að rekstrarhalli hafi numið þrjú prósent af tekjum á síðasta ári, en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir halla upp á 5,8 prósent. Frá þessu segir í nýrri samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nær til til A-hluta sveitarfélaga, það er þeirrar starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum. 35 gera ráð fyrir afgangi Á heimasíðu sambandsins má sjá að af þessum 67 sveitarfélögum reikna 32 þeirra með rekstrarhalla á árinu 2022 en 35 með afgangi. Til samanburðar sýnir útkomuspá að 27 sveitarfélög voru rekin með afgangi og 42 með halla árið 2021. Gert er ráð fyrir að skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga verði 493 milljarðar króna í árslok 2022 sem er 117 prósent af áætluðum tekjum. Skuldahlutfallið hafi farið hækkandi undanfarin ár, verið 103 prósent árið 2017 og bendir útkomuspá til að það hafi verið 115 prósent árið 2021. Launatengd gjöld hækka Einnig segir að launatengd gjöld hafi hækkað umtalsvert umfram hækkun tekna sveitarfélaga. „Fyrir 10 árum síðan, árið 2012, námu launa og tengd gjöld réttum helmingi af tekjum. Samkvæmt fjárhagsáætlunum fyrir 2022 er gert ráð fyrir að hlutfallið verði 57%, en í útkomuspá fyrir 2021 er reiknað með 58,4%. Samkvæmt fjárhagsáætlunum er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri muni nema um 4% af tekjum, sem bera má saman við útkomuspá 2021 sem sýnir veltufé upp á 2,7% af tekjum. Áætlanir sveitarfélaga gera ráð fyrir að þau muni verja tæplega 70 ma.kr. til fjárfestinga árið 2022 sem er 16,5% af tekjum. Það er nokkur hækkun frá útkomuspá fyrir 2021 sem bendir til að sveitarfélög hafi varið um 15% af tekjum til fjárfestinga. Til að fjármagna fjárfestingar gera sveitarfélögin ráð fyrir að taka ný langtímalán í ár sem nemur 55 ma.kr. Á móti verða afborganir langtímalána um 19 ma.kr.,“ segir í samantektinni, en nánar má lesa um hana á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Útkomuspár benda sömuleiðis til að rekstrarhalli hafi numið þrjú prósent af tekjum á síðasta ári, en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir halla upp á 5,8 prósent. Frá þessu segir í nýrri samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nær til til A-hluta sveitarfélaga, það er þeirrar starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum. 35 gera ráð fyrir afgangi Á heimasíðu sambandsins má sjá að af þessum 67 sveitarfélögum reikna 32 þeirra með rekstrarhalla á árinu 2022 en 35 með afgangi. Til samanburðar sýnir útkomuspá að 27 sveitarfélög voru rekin með afgangi og 42 með halla árið 2021. Gert er ráð fyrir að skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga verði 493 milljarðar króna í árslok 2022 sem er 117 prósent af áætluðum tekjum. Skuldahlutfallið hafi farið hækkandi undanfarin ár, verið 103 prósent árið 2017 og bendir útkomuspá til að það hafi verið 115 prósent árið 2021. Launatengd gjöld hækka Einnig segir að launatengd gjöld hafi hækkað umtalsvert umfram hækkun tekna sveitarfélaga. „Fyrir 10 árum síðan, árið 2012, námu launa og tengd gjöld réttum helmingi af tekjum. Samkvæmt fjárhagsáætlunum fyrir 2022 er gert ráð fyrir að hlutfallið verði 57%, en í útkomuspá fyrir 2021 er reiknað með 58,4%. Samkvæmt fjárhagsáætlunum er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri muni nema um 4% af tekjum, sem bera má saman við útkomuspá 2021 sem sýnir veltufé upp á 2,7% af tekjum. Áætlanir sveitarfélaga gera ráð fyrir að þau muni verja tæplega 70 ma.kr. til fjárfestinga árið 2022 sem er 16,5% af tekjum. Það er nokkur hækkun frá útkomuspá fyrir 2021 sem bendir til að sveitarfélög hafi varið um 15% af tekjum til fjárfestinga. Til að fjármagna fjárfestingar gera sveitarfélögin ráð fyrir að taka ný langtímalán í ár sem nemur 55 ma.kr. Á móti verða afborganir langtímalána um 19 ma.kr.,“ segir í samantektinni, en nánar má lesa um hana á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira