Skorað þrennu í fjórum af fimm bestu deildum Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 20:31 Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu um helgina. Quality Sport Images/Getty Images Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu í 4-1 sigri Barcelona á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Hann hefur nú skorað þrennu i fjórum af fimm bestu deildum Evrópu. Aubameyang – sem gekk nýverið í raðir Börsunga frá Skyttunum – skoraði þrjú af fjórum mörkum Barcelona er liðið vann stórsigur um helgina. Hann vissi lítið af þrennunni þar sem þriðja markið var ekki skráð á hann fyrr en að leik loknum. Þennan þýðir að hinng 32 ára gamli Aubameyang er eini leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fjórum af fimm sterkustu deildum álfunnar. Fyrsta þrennan kom í febrúar 2012 er hann lék með Saint-Étienne í Frakklandi. Tæpu ári síðar gekk framherjinn til liðs við Borussia Dortmund og það tók hann ekki langan tíma að stimpla sig inn í þýsku úrvalsdeildina. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Eftir að hafa gengið til liðs við Arsenal í janúar 2018 þá þurfti Aubameyang að bíða dágóða stund þangað til hann skoraði þrennu í ensku úrvalsdeildinni. Hún kom loks gegn Leeds United í febrúar á síðasta ári er Arsenal vann 4-2 sigur. Only one player has scored a hat trick in Ligue 1, the Bundesliga, the Premier League and La Liga this century...Pierre-Emerick Aubameyang pic.twitter.com/JV6dCkxHGb— B/R Football (@brfootball) February 21, 2022 Áður hafði Aubameyang skorað þrennu í Evrópudeildinni, líkt og um helgina var það gegn Valencia. Sigur helgarinnar þýðir að Barcelona er í 4. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með 42 stig. Er það fjórum stigum minna en Real Betis sem situr í 3. sætinu eftir að hafa leikið leik meira. Talið var að Börsungar væru að skjóta sig í fótinn með að sækja útbrunninn Aubameyang í janúarglugganum en ef marka má leikinn gegn Valencia virðist framherjinn frá Gabon eiga töluvert eftir í tankinum og hver veit nema hann bæti við annarri þrennu áður en tímabilinu lýkur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Aubameyang – sem gekk nýverið í raðir Börsunga frá Skyttunum – skoraði þrjú af fjórum mörkum Barcelona er liðið vann stórsigur um helgina. Hann vissi lítið af þrennunni þar sem þriðja markið var ekki skráð á hann fyrr en að leik loknum. Þennan þýðir að hinng 32 ára gamli Aubameyang er eini leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fjórum af fimm sterkustu deildum álfunnar. Fyrsta þrennan kom í febrúar 2012 er hann lék með Saint-Étienne í Frakklandi. Tæpu ári síðar gekk framherjinn til liðs við Borussia Dortmund og það tók hann ekki langan tíma að stimpla sig inn í þýsku úrvalsdeildina. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Eftir að hafa gengið til liðs við Arsenal í janúar 2018 þá þurfti Aubameyang að bíða dágóða stund þangað til hann skoraði þrennu í ensku úrvalsdeildinni. Hún kom loks gegn Leeds United í febrúar á síðasta ári er Arsenal vann 4-2 sigur. Only one player has scored a hat trick in Ligue 1, the Bundesliga, the Premier League and La Liga this century...Pierre-Emerick Aubameyang pic.twitter.com/JV6dCkxHGb— B/R Football (@brfootball) February 21, 2022 Áður hafði Aubameyang skorað þrennu í Evrópudeildinni, líkt og um helgina var það gegn Valencia. Sigur helgarinnar þýðir að Barcelona er í 4. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með 42 stig. Er það fjórum stigum minna en Real Betis sem situr í 3. sætinu eftir að hafa leikið leik meira. Talið var að Börsungar væru að skjóta sig í fótinn með að sækja útbrunninn Aubameyang í janúarglugganum en ef marka má leikinn gegn Valencia virðist framherjinn frá Gabon eiga töluvert eftir í tankinum og hver veit nema hann bæti við annarri þrennu áður en tímabilinu lýkur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira