Forsætisráðherra brugðið yfir að blaðamennirnir hafi verið kallaðir til yfirheyrslu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 17:34 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist hafa verið brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við umfjallanir þeirra um Samherja. Hún treysti því að lögregla fari ekki af stað með slíka rannsókn nema ríkt tilefni sé til. Málið var til umræðu á Alþingi í dag þar sem Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, lýsti áhyggjum af því hvaða áhrif rannsóknin á hendur blaðamönnunum fjórum kunni að hafa á lýðræðið. „Nú virðist sem svo að lögreglustjóri umdæmisins þar sem Samherji á höfuðstöðvar hafi tekið það upp hjá sjálfri sér að beita fráleitri lagatúlkun á ákvæði hegningarlaga, sem breytt var til að vernda kynferðislega friðhelgi, til að skilgreina blaðamenn sem sakborninga í máli sem varðar meint brot á friðhelgi einkalífs,“ sagði Halldóra. „Höfum í huga að þetta eru blaðamenn sem upplýstu um óvægnar og ósvífnar aðferðir Samherja við að njósna, sitja um og þagga niður í blaðamönnum við vinnu sína við Samherjamálið. Þetta eru blaðamennirnir sem upplýstu okkur um að Samherji væri að leggja á ráðin um að koma í veg fyrir að lykilvitni gæti komið fyrir dóm í Namibíu.“ Hún spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í framhaldinu hvaða augum hún líti á það að lögregla ákveði að yfirheyra blaðamenn vegna umfjöllunar þeirra um einn stærsta aðila í íslenskum sjávarútvegi, „þann sama og sætir rannsókn vegna alvarlegrar spillingar og mútubrota, bæði hér á landi og erlendis.“. Katrín sagði lögreglu litlar upplýsingar hafa gefið um rannsóknina og því sé erfitt fyrir hana sem ráðherra að tjá sig sérstaklega um hana. „Ég vil þó segja að mér var auðvitað brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við fréttaflutning sem þau stóðu fyrir. Við treystum því að sjálfsögðu að lögreglan sé meðvituð um mikilvægi fjölmiðla sem ég hef hér rætt og hv. þingmaður hefur rætt og að málefni stórfyrirtækja sem eru til rannsóknar og framgöngu þeirra í tengslum við hana eru mál sem eiga brýnt erindi við almenning,“ svaraði Katrín. Þá treysti hún því að lögregla sé mjög meðvituð um að allar rannsóknaraðgerðir gegn fjölmiðlum geti haft fælingaráhrif og því eigi ekki að fara af stað nema ríkt tilefni sé til og meðalhófs gætt. Halldóra spurði einnig út í viðbrögð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann spurði hvort blaðamenn væru yfir það hafnir að svara spurningum lögreglu. Katrín svaraði því ekki öðruvísi en að treysta þurfi réttarkerfinu. „Við verðum að treysta því að réttarkerfið og lögreglan starfi samkvæmt þeim lögum og reglum sem hafa verið sett. Þar eru ákveðin og skýr sjónarmið sem hafa verið fest í lög, eins og um vernd heimildarmanna. Það þekki ég mætavel og ég treysti því að þau mál fari eftir lögum og reglum.“ Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Málið var til umræðu á Alþingi í dag þar sem Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, lýsti áhyggjum af því hvaða áhrif rannsóknin á hendur blaðamönnunum fjórum kunni að hafa á lýðræðið. „Nú virðist sem svo að lögreglustjóri umdæmisins þar sem Samherji á höfuðstöðvar hafi tekið það upp hjá sjálfri sér að beita fráleitri lagatúlkun á ákvæði hegningarlaga, sem breytt var til að vernda kynferðislega friðhelgi, til að skilgreina blaðamenn sem sakborninga í máli sem varðar meint brot á friðhelgi einkalífs,“ sagði Halldóra. „Höfum í huga að þetta eru blaðamenn sem upplýstu um óvægnar og ósvífnar aðferðir Samherja við að njósna, sitja um og þagga niður í blaðamönnum við vinnu sína við Samherjamálið. Þetta eru blaðamennirnir sem upplýstu okkur um að Samherji væri að leggja á ráðin um að koma í veg fyrir að lykilvitni gæti komið fyrir dóm í Namibíu.“ Hún spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í framhaldinu hvaða augum hún líti á það að lögregla ákveði að yfirheyra blaðamenn vegna umfjöllunar þeirra um einn stærsta aðila í íslenskum sjávarútvegi, „þann sama og sætir rannsókn vegna alvarlegrar spillingar og mútubrota, bæði hér á landi og erlendis.“. Katrín sagði lögreglu litlar upplýsingar hafa gefið um rannsóknina og því sé erfitt fyrir hana sem ráðherra að tjá sig sérstaklega um hana. „Ég vil þó segja að mér var auðvitað brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við fréttaflutning sem þau stóðu fyrir. Við treystum því að sjálfsögðu að lögreglan sé meðvituð um mikilvægi fjölmiðla sem ég hef hér rætt og hv. þingmaður hefur rætt og að málefni stórfyrirtækja sem eru til rannsóknar og framgöngu þeirra í tengslum við hana eru mál sem eiga brýnt erindi við almenning,“ svaraði Katrín. Þá treysti hún því að lögregla sé mjög meðvituð um að allar rannsóknaraðgerðir gegn fjölmiðlum geti haft fælingaráhrif og því eigi ekki að fara af stað nema ríkt tilefni sé til og meðalhófs gætt. Halldóra spurði einnig út í viðbrögð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann spurði hvort blaðamenn væru yfir það hafnir að svara spurningum lögreglu. Katrín svaraði því ekki öðruvísi en að treysta þurfi réttarkerfinu. „Við verðum að treysta því að réttarkerfið og lögreglan starfi samkvæmt þeim lögum og reglum sem hafa verið sett. Þar eru ákveðin og skýr sjónarmið sem hafa verið fest í lög, eins og um vernd heimildarmanna. Það þekki ég mætavel og ég treysti því að þau mál fari eftir lögum og reglum.“
Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira