Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2022 14:06 Framsóknarflokkurinn var að margra mati sigurvegari kosninganna í haust þar sem flokkurinn fékk 17,3 prósenta fylgi. Fjórum árum fyrr var flokkurinn með 10.7 prósenta fylgi. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. Fylgi Vinstri grænna hefur ekki mælst hærra í nokkurn tíma og sömu sögu er að segja um Samfylkinguna og Viðreisn. Maskína hefur mælt fylgi flokkanna síðustu þrjá mánuði og má sjá samanburð í grafíkinni hér að neðan. Sjálfstæðisflokkur eykur fylgi sitt lítillega frá síðustu könnun á meðan fylgi Framsóknarflokksins minnkar aðeins frá síðustu könnunum. Flokkurinn er eftir sem áður næststærsti flokkur landsins með 16,9 prósenta fylgi en flokkurinn fékk 17,3 prósenta fylgi í kosningunum í haust. Samfylkingin er með 13,4 prósenta fylgi sem er umtalsverð aukning frá 9,9 prósenta fylgi flokksins í kosningunum í september. Vinstri græn mælast með 12,9 prósenta fylgi sem er litlu hærra en fylgi flokksins í kosningunum. Fylgið hefur verið að aukast undanfarna tvo mánuði. Píratar eru fimmti stærsti flokkur landsins með 10,3 prósenta fylgi og á hæla flokksins kemur Viðreisn með 9,7 prósenta fylgi. Fylgi Pírata lækkar nokkuð frá síðustu tveimur könnunum en er þó hærra en í kosningunum þegar fylgið mældist 8,6 prósent. Viðreisn hefur hækkað stöðugt frá kosningunum og fylgið vaxið úr rúmum átta prósentum í tæp tíu. Fylgi Flokks fólksins hefur farið minnkandi og er nú 7,6 prósent og Miðflokkurinn er nokkurn veginn á pari með 3,9 prósent. Sósíalistaflokkurinn mælist með 3,5 prósenta fylgi. Spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Könnunin fór fram dagana 28. febrúar til 16. febrúar og voru svarendur 3039 sem tóku afstöðu. Könnunin var löðg fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru fólk hvaðanæva af landinu en allir átján ára og eldri. Skoðanakannanir Alþingi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira
Fylgi Vinstri grænna hefur ekki mælst hærra í nokkurn tíma og sömu sögu er að segja um Samfylkinguna og Viðreisn. Maskína hefur mælt fylgi flokkanna síðustu þrjá mánuði og má sjá samanburð í grafíkinni hér að neðan. Sjálfstæðisflokkur eykur fylgi sitt lítillega frá síðustu könnun á meðan fylgi Framsóknarflokksins minnkar aðeins frá síðustu könnunum. Flokkurinn er eftir sem áður næststærsti flokkur landsins með 16,9 prósenta fylgi en flokkurinn fékk 17,3 prósenta fylgi í kosningunum í haust. Samfylkingin er með 13,4 prósenta fylgi sem er umtalsverð aukning frá 9,9 prósenta fylgi flokksins í kosningunum í september. Vinstri græn mælast með 12,9 prósenta fylgi sem er litlu hærra en fylgi flokksins í kosningunum. Fylgið hefur verið að aukast undanfarna tvo mánuði. Píratar eru fimmti stærsti flokkur landsins með 10,3 prósenta fylgi og á hæla flokksins kemur Viðreisn með 9,7 prósenta fylgi. Fylgi Pírata lækkar nokkuð frá síðustu tveimur könnunum en er þó hærra en í kosningunum þegar fylgið mældist 8,6 prósent. Viðreisn hefur hækkað stöðugt frá kosningunum og fylgið vaxið úr rúmum átta prósentum í tæp tíu. Fylgi Flokks fólksins hefur farið minnkandi og er nú 7,6 prósent og Miðflokkurinn er nokkurn veginn á pari með 3,9 prósent. Sósíalistaflokkurinn mælist með 3,5 prósenta fylgi. Spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Könnunin fór fram dagana 28. febrúar til 16. febrúar og voru svarendur 3039 sem tóku afstöðu. Könnunin var löðg fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru fólk hvaðanæva af landinu en allir átján ára og eldri.
Skoðanakannanir Alþingi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira