Fiskskortur vegna rysjóttrar tíðar Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2022 10:53 Sigfús Sigurðsson, Fúsi fisksali, segir að vont veður hafi óhjákvæmlega áhrif á framboðið í borðinu. En hann á þó alltaf fiskbita fyrir sína viðskiptavini. Vísir/Sigurjón Skip hafa ekki komist á miðin með reglubundnum hætti vegna óhagstæðs veðurfars. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að framboð er ekki gott í fiskbúðum sem hefur svo áhrif á verð. Sigfús Sigurðsson, fisksali og fyrrverandi atvinnumaður í handbolta, rekur einkar vinsæla fiskbúð – Fiskbúð Fúsa – í Skipholtinu. Hann segir takmarkað framboð samspil margra þátta en vond tíð leiki þar vissulega stórt hlutverk. „Það hefur verið minna af fiski á markaði heldur en verið hefur venjulega. Minna framboð.“ Ekki margir á miðunum Fúsi segir Covid, meiri útflutning sem datt niður í fyrra og svo veðráttan hafa þar áhrif. Hann kaupir sinn fisk á markaði eins og flestir fisksalar. Hann segir minna af fiski þegar viðrar illa, eðli máls samkvæmt. „Það eru ekki margir á miðunum núna. Þetta eru litlir gluggar.“ Þetta hefur áhrif á framboð allra fisktegunda. Og það hefur svo áhrif á verðlagið þegar margir eru að berjast um fiskinn á markaði. „Maður veigrar sér við að kaupa sumar tegundirnar. Flestir fisksalar vinna þetta þannig; þeir vilja ekki bjóða uppá eitthvað hjá sér í borðinu, sem þeir myndi ekki tíma að kaupa sjálfir,“ segir Fúsi og bregður fyrir sig íþróttalegu tungutaki: „Gæðalega og verðlagslega séð.“ Miklar verðhækkanir á þorski Að sögn Fúsa hefur ýsan og þorskurinn hækkað allsvakalega í verði að undanförnu. „Á tímabili voru fisksalar að borga með þorski út úr búð. Ef þú hækkar verðið uppúr öllu valdi selst fiskurinn ekki.“ En Fúsi segir að þá snúist þetta um þjónustu og fisksalar reyna þá að ná inn tapinu á öðrum tegundum og/eða vonast til að aðstæður breytist. Verð til fisksala ræðst á markaði. Og þegar lítið er um fisk rýkur verðið upp. Fiskur til útflutnings er einnig keyptur á markaði, frystur og hausaður og þá skiptir gengi krónunnar eðlilega miklu máli. Í haust rauk meðalverð á þorskílói upp í 809 krónur en hafði verið í um 380, sem er rúm 200 prósenta hækkun á markaði, sem augljóslega hefur áhrif á verðlag til íslenskra neytenda. Fiskur Sjávarútvegur Verslun Neytendur Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Sigfús Sigurðsson, fisksali og fyrrverandi atvinnumaður í handbolta, rekur einkar vinsæla fiskbúð – Fiskbúð Fúsa – í Skipholtinu. Hann segir takmarkað framboð samspil margra þátta en vond tíð leiki þar vissulega stórt hlutverk. „Það hefur verið minna af fiski á markaði heldur en verið hefur venjulega. Minna framboð.“ Ekki margir á miðunum Fúsi segir Covid, meiri útflutning sem datt niður í fyrra og svo veðráttan hafa þar áhrif. Hann kaupir sinn fisk á markaði eins og flestir fisksalar. Hann segir minna af fiski þegar viðrar illa, eðli máls samkvæmt. „Það eru ekki margir á miðunum núna. Þetta eru litlir gluggar.“ Þetta hefur áhrif á framboð allra fisktegunda. Og það hefur svo áhrif á verðlagið þegar margir eru að berjast um fiskinn á markaði. „Maður veigrar sér við að kaupa sumar tegundirnar. Flestir fisksalar vinna þetta þannig; þeir vilja ekki bjóða uppá eitthvað hjá sér í borðinu, sem þeir myndi ekki tíma að kaupa sjálfir,“ segir Fúsi og bregður fyrir sig íþróttalegu tungutaki: „Gæðalega og verðlagslega séð.“ Miklar verðhækkanir á þorski Að sögn Fúsa hefur ýsan og þorskurinn hækkað allsvakalega í verði að undanförnu. „Á tímabili voru fisksalar að borga með þorski út úr búð. Ef þú hækkar verðið uppúr öllu valdi selst fiskurinn ekki.“ En Fúsi segir að þá snúist þetta um þjónustu og fisksalar reyna þá að ná inn tapinu á öðrum tegundum og/eða vonast til að aðstæður breytist. Verð til fisksala ræðst á markaði. Og þegar lítið er um fisk rýkur verðið upp. Fiskur til útflutnings er einnig keyptur á markaði, frystur og hausaður og þá skiptir gengi krónunnar eðlilega miklu máli. Í haust rauk meðalverð á þorskílói upp í 809 krónur en hafði verið í um 380, sem er rúm 200 prósenta hækkun á markaði, sem augljóslega hefur áhrif á verðlag til íslenskra neytenda.
Fiskur Sjávarútvegur Verslun Neytendur Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent