Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2022 20:40 Bingótölur hafa verið lesnar upp í Vinabær frá árinu 1990. Facebook/Bingó í Vinabæ Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. Þann 28. febrúar næstkomandi verður bingó spilað í Vinabæ í allra síðasta sinn þar sem gengið hefur verið frá kaupum á húsnæðinu. Fyrsta bingókvöldið var haldið 26. febrúar árið 1982, að vísu ekki í Vinabæ, og því er tæplega fjögurra áratuga starfsemi að ljúka. Bingóið hefur verið haldið í Vinabæ frá 1990, í 32 ár. Þetta staðfestir Guðlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri bingósins, í samtali við Vísi og segir óneitanlega um slæm tíðindi fyrir bingóunnendur hér á landi að ræða. Ásókn ekki mikil undanfarið Hann segir ásókn í bingó ekki hafa verið mikla undanfarin ár. „En svo náttúrulega hefur kóvidið ekki hjálpað til, við höfum ekki mátt hafa opið og ekki hægt að hafa opið nema bara stundum.“ Guðlaugur segir engin áform vera uppi um að finna starfseminni nýtt heimili, ekki eins og staðan er í dag allavega. Síðustu bingókvöldin fara fram annað kvöld, 24. febrúar og svo loks 28. febrúar, ef veður leyfir. „Ef þú varst ein/einn af þeim sem var alltaf á leiðinni og ætlaðir alltaf að prufa þá er tækifærið næstu kvöld,“ segir í tilkynningu á vefsíðu bingósins í Vinabæ. Húsið opnar klukkan 17:30 og leikur hefst klukkan 19:15. Uppsett verð 290 milljónir Að því er segir í frétt Viðskiptablaðsins var uppsett verð á Skipholti 33, Vinabæ, 290 milljónir króna þegar það var sett á sölu í fyrra. Endanlegt kaupverð liggur ekki fyrir. Húsnæðið er í eigu sjálfseignarstofnunarinnar Vinabæjar, sem rekin er af Bindindissamtökunum I.O.G.T. á Íslandi. Reykjavík Tímamót Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þann 28. febrúar næstkomandi verður bingó spilað í Vinabæ í allra síðasta sinn þar sem gengið hefur verið frá kaupum á húsnæðinu. Fyrsta bingókvöldið var haldið 26. febrúar árið 1982, að vísu ekki í Vinabæ, og því er tæplega fjögurra áratuga starfsemi að ljúka. Bingóið hefur verið haldið í Vinabæ frá 1990, í 32 ár. Þetta staðfestir Guðlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri bingósins, í samtali við Vísi og segir óneitanlega um slæm tíðindi fyrir bingóunnendur hér á landi að ræða. Ásókn ekki mikil undanfarið Hann segir ásókn í bingó ekki hafa verið mikla undanfarin ár. „En svo náttúrulega hefur kóvidið ekki hjálpað til, við höfum ekki mátt hafa opið og ekki hægt að hafa opið nema bara stundum.“ Guðlaugur segir engin áform vera uppi um að finna starfseminni nýtt heimili, ekki eins og staðan er í dag allavega. Síðustu bingókvöldin fara fram annað kvöld, 24. febrúar og svo loks 28. febrúar, ef veður leyfir. „Ef þú varst ein/einn af þeim sem var alltaf á leiðinni og ætlaðir alltaf að prufa þá er tækifærið næstu kvöld,“ segir í tilkynningu á vefsíðu bingósins í Vinabæ. Húsið opnar klukkan 17:30 og leikur hefst klukkan 19:15. Uppsett verð 290 milljónir Að því er segir í frétt Viðskiptablaðsins var uppsett verð á Skipholti 33, Vinabæ, 290 milljónir króna þegar það var sett á sölu í fyrra. Endanlegt kaupverð liggur ekki fyrir. Húsnæðið er í eigu sjálfseignarstofnunarinnar Vinabæjar, sem rekin er af Bindindissamtökunum I.O.G.T. á Íslandi.
Reykjavík Tímamót Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira