Brá þegar hann opnaði útidyrnar í morgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. febrúar 2022 20:00 Tryggvi varð að moka efsta lagið burt, stíga upp á stól og troða sér þannig út. Tryggvi Sigurðsson Íbúa í Vestmannaeyjum brá heldur betur í brún þegar hann opnaði útidyr sínar í morgun en við honum blasti þéttur snjóveggur. Allt var kolófært í Eyjum í morgun en annað eins fannfergi hefur ekki sést þar í um fimmtán ár. Mikið hvassviðri í Eyjum í nótt gerði það að verkum að mikill skafrenningur skapaðist. Snjórinn hrúgaðist því upp í kring um hús og bíla og olli mörgum Eyjamönnum vandræðum. Þannig var þetta til dæmis staðan þegar einn þeirra ætlaði að kíkja út um útidyrahurðina í morgun: Þykkur snjóveggur tók við Tryggva þegar hann ætlaði út úr húsi í morgun.Tryggvi Sigurðsson „Ég fór hérna upp á stól. Mokaði svona gat og skreið út þegar ég var búinn að ná svona fyrir bumbuna líka,“ segir Eyjamaðurinn Tryggvi Sigurðsson. Hann fékk síðan vin sinn sem á gröfu til að aðstoða sig að ryðja heimreiðina en gröfur og snjóruðningstæki hafa verið að störfum í Eyjum síðan snemma í morgun. Tryggvi er Eyjamaður í húð og hár og man allavega eftir tveimur skiptum þar sem snjórinn var talsvert meiri en í dag.stöð 2 Hafa gaman að veðrinu Katrín Laufey Rúnarsdóttir, einn ritstjóri bæjarmiðilsins Tíguls, var mætt snemma út í morgun til að kanna stöðuna. Hún segir að flestir hafi haft gaman að fannferginu, sérstaklega eigendur vel útbúinna jeppa. „Eins og maður sá hérna á vegum að það höfðu verið virkilegar torfærur fyrir jeppana að fara og mjög gaman. Ég hitti einmitt einn sem var á ferð í alla nótt á risabíl. Og hann brosti breytt og þótti þetta mjög gaman,“ segir Katrín. Katrín er einn ritstjóra bæjarmiðilsins Tíguls og var því farin snemma af stað í morgun til að skoða stöðuna eftir storminn.stöð 2 Flestir hafi þó verið illa búnir undir ástandið. „En sem betur fer voru engin stórvægileg tjón eða neitt þess háttar. Bara fastir bílar út um allt, illa búnir bílar og svona af því að Vestmanneyingar þekkja þetta kannski ekki alveg. En sem betur fer fór allt vel,“ segir Katrín. Sá það verra 1968 og 2008 Nei, Eyjamenn eru ekki vanir miklum snjó en Tryggvi hefur þó séð það verra en í morgun. „Já, já, ég hef nú gert það og meira en þetta. Ég upplifði hérna mikla snjóinn 1968 sko og líka hérna 2008 eða eitthvað svoleiðis þá var allt á kafi hérna. En það hefur ekkert verið svona í um 15 ár,“ segir hann. Vestmannaeyjar Veður Tengdar fréttir Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. 20. febrúar 2022 12:53 Götur ófærar í Eyjum Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum. 20. febrúar 2022 08:35 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Mikið hvassviðri í Eyjum í nótt gerði það að verkum að mikill skafrenningur skapaðist. Snjórinn hrúgaðist því upp í kring um hús og bíla og olli mörgum Eyjamönnum vandræðum. Þannig var þetta til dæmis staðan þegar einn þeirra ætlaði að kíkja út um útidyrahurðina í morgun: Þykkur snjóveggur tók við Tryggva þegar hann ætlaði út úr húsi í morgun.Tryggvi Sigurðsson „Ég fór hérna upp á stól. Mokaði svona gat og skreið út þegar ég var búinn að ná svona fyrir bumbuna líka,“ segir Eyjamaðurinn Tryggvi Sigurðsson. Hann fékk síðan vin sinn sem á gröfu til að aðstoða sig að ryðja heimreiðina en gröfur og snjóruðningstæki hafa verið að störfum í Eyjum síðan snemma í morgun. Tryggvi er Eyjamaður í húð og hár og man allavega eftir tveimur skiptum þar sem snjórinn var talsvert meiri en í dag.stöð 2 Hafa gaman að veðrinu Katrín Laufey Rúnarsdóttir, einn ritstjóri bæjarmiðilsins Tíguls, var mætt snemma út í morgun til að kanna stöðuna. Hún segir að flestir hafi haft gaman að fannferginu, sérstaklega eigendur vel útbúinna jeppa. „Eins og maður sá hérna á vegum að það höfðu verið virkilegar torfærur fyrir jeppana að fara og mjög gaman. Ég hitti einmitt einn sem var á ferð í alla nótt á risabíl. Og hann brosti breytt og þótti þetta mjög gaman,“ segir Katrín. Katrín er einn ritstjóra bæjarmiðilsins Tíguls og var því farin snemma af stað í morgun til að skoða stöðuna eftir storminn.stöð 2 Flestir hafi þó verið illa búnir undir ástandið. „En sem betur fer voru engin stórvægileg tjón eða neitt þess háttar. Bara fastir bílar út um allt, illa búnir bílar og svona af því að Vestmanneyingar þekkja þetta kannski ekki alveg. En sem betur fer fór allt vel,“ segir Katrín. Sá það verra 1968 og 2008 Nei, Eyjamenn eru ekki vanir miklum snjó en Tryggvi hefur þó séð það verra en í morgun. „Já, já, ég hef nú gert það og meira en þetta. Ég upplifði hérna mikla snjóinn 1968 sko og líka hérna 2008 eða eitthvað svoleiðis þá var allt á kafi hérna. En það hefur ekkert verið svona í um 15 ár,“ segir hann.
Vestmannaeyjar Veður Tengdar fréttir Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. 20. febrúar 2022 12:53 Götur ófærar í Eyjum Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum. 20. febrúar 2022 08:35 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. 20. febrúar 2022 12:53
Götur ófærar í Eyjum Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum. 20. febrúar 2022 08:35