Segir Pútín hyggja á mesta stríð Evrópu frá 1945 Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2022 10:12 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Matt Dunham Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sé að undirbúa mesta stríð Evrópu frá 1945. Þar að auki sé útlit fyrir að þær áætlanir séu þegar komnar af stað. Þetta sagði Johnson í samtali við BBC í München, þar sem hann er staddur á öryggisráðstefnu. Hann sagði einnig að þær upplýsingar sem hann hefði bentu til þess að Rússar væru að skipuleggja innrás með því markmiði að umkringja Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Johnson sagði að slík innrás myndi leiða til mikilla hörmunga og fjölmargra dauðsfalla. Yfirvöld í Bandaríkjunum áætla að um 170 til 190 þúsund rússneskir hermenn séu nú við landamæri Úkraínu í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Þessar tölur innihalda einnig aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu en þeir eru hliðhollir Rússlandi. Sjá einnig: Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi tilkynnti í morgun að rússneskir hermenn, sem hafa verið í landinu við æfingar, verði þar lengur. „Ég er hræddur um að áætlunin sem við sjáum sé eitthvað sem gæti orðið mesta stríð í Evrópu frá 1945, með tilliti til umfangs,“ sagði Johnson við BBC. Hann sagði þar að auki að ef til innrásar kæmi, þá yrðu Rússar beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum. Meðal annars kæmi til greina að skera á aðgang Rússar að dölum og pundum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að einnig yrði skrúfað fyrir aðgengi Rússa að fjármálamörkuðum í Evrópu og lokað á aðgang þeirra að ýmsum hátæknivörum. Hún sagði að „hættulegar pælingar Kreml“ gætu kostað Rússland mikla hagsæld, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað þjóðaröryggisráð sitt á fund í dag en ráðamenn vestanhafs hafa sagt að Rússar séu tilbúnir til innrásar í Úkraínu. Vill refsiaðgerðir strax Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, var einnig staddur í München í gær þar sem hann gangrýndi vestuveldin svokölluðu fyrir aðgerðarleysi. Í ávarpi sínu á öryggisráðstefnunni spurði Selenskí eftir hverju þeir væru eiginlega að bíða. „Við þurfum ekki refsiaðgerðir ykkar eftir að hagkerfi okkar hrynur og hlutar lands okkar eru hersetnir,“ sagði Selenskí. Úkraína Bretland Rússland Bandaríkin Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08 Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55 Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20 Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þetta sagði Johnson í samtali við BBC í München, þar sem hann er staddur á öryggisráðstefnu. Hann sagði einnig að þær upplýsingar sem hann hefði bentu til þess að Rússar væru að skipuleggja innrás með því markmiði að umkringja Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Johnson sagði að slík innrás myndi leiða til mikilla hörmunga og fjölmargra dauðsfalla. Yfirvöld í Bandaríkjunum áætla að um 170 til 190 þúsund rússneskir hermenn séu nú við landamæri Úkraínu í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Þessar tölur innihalda einnig aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu en þeir eru hliðhollir Rússlandi. Sjá einnig: Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi tilkynnti í morgun að rússneskir hermenn, sem hafa verið í landinu við æfingar, verði þar lengur. „Ég er hræddur um að áætlunin sem við sjáum sé eitthvað sem gæti orðið mesta stríð í Evrópu frá 1945, með tilliti til umfangs,“ sagði Johnson við BBC. Hann sagði þar að auki að ef til innrásar kæmi, þá yrðu Rússar beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum. Meðal annars kæmi til greina að skera á aðgang Rússar að dölum og pundum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að einnig yrði skrúfað fyrir aðgengi Rússa að fjármálamörkuðum í Evrópu og lokað á aðgang þeirra að ýmsum hátæknivörum. Hún sagði að „hættulegar pælingar Kreml“ gætu kostað Rússland mikla hagsæld, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað þjóðaröryggisráð sitt á fund í dag en ráðamenn vestanhafs hafa sagt að Rússar séu tilbúnir til innrásar í Úkraínu. Vill refsiaðgerðir strax Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, var einnig staddur í München í gær þar sem hann gangrýndi vestuveldin svokölluðu fyrir aðgerðarleysi. Í ávarpi sínu á öryggisráðstefnunni spurði Selenskí eftir hverju þeir væru eiginlega að bíða. „Við þurfum ekki refsiaðgerðir ykkar eftir að hagkerfi okkar hrynur og hlutar lands okkar eru hersetnir,“ sagði Selenskí.
Úkraína Bretland Rússland Bandaríkin Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08 Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55 Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20 Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08
Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55
Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20
Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03